Fréttir — Mistur
Opið í desember
Mistur Umhverfisvænar gjafir umhverfisvænt

Græn helgi í Mistur - vöndum valið, veljum vistvænt

Þarf ,,svartur föstudagur" að vera svo slæmur eða getum við snúið honum okkur í vil með umhverfið að leiðarljósi? Við vitum að gífurlega margir nýta sér þá afslætti sem í boði eru þennan dag, helgi eða jafnvel viku. Eðlilega má kannski segja. Því miður eru alltof margir sem kaupa bara eitthvað, finna fyrir einhverskonar múgæsing og hrífast með, finna m.a.s. fyrir stressi af því að þeir séu að ,,missa af einhverju". Panta og kaupa eitthvað og vita svo mögulega ekki hvað þeir keyptu fyrr en vörurnar eru komnar heim. Það er ekki gott fyrir: Kaupandann sem situr eftir hissa á...
Margnota furoshiki innpökkunarklútar frá FabRap
jól margnota Mistur umhverfisvænt

Mistur styrkir Landvernd

Kæru vinir Okkur langaði bara að segja takk fyrir viðskiptin á þessu ári, þó svo að það sé bara júní. Þannig er nefnilega mál með vexti að langþráður draumur rættist nú fyrir skömmu þar sem við skrifuðum undir styrktarsamning við Landvernd. Frá því að við hófum starfsemi fyrir fimm árum síðan hefur blundað í okkur sú von að getað kannski einhvern tímann sýnt stuðning í verki útfrá starfsemi okkar. Okkur finnst því alveg kjörið á 50 ára starfsafmæli Landverndar og fimm ára starfsafmæli Misturs að láta til skarar skríða. Þann 13. júní skrifuðum við Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og ég...
Móðir -jörð-, kona, meyja. Viðburður á vegum Misturs
Mistur umhverfisvænt Viðburður

Sunnudaginn 12. maí, á sjálfan Mæðradaginn, stendur Mistur fyrir viðburði sem fengið hefur yfirskriftina Móðir-jörð-, kona, meyja. Á viðburðinum er ætlunin að flétta saman fyrirlestrum um heilsu og heilbrigði kvenna, ruslminni lífsstíl ásamt hugleiðingum um mikilvægi hreyfingar og jóga í dagsins önn. Í lok fyrirlestranna verður svo boðið uppá djúpslökun. Mistur verður vitanlega á staðnum og gefur gestum færi á að skoða þær umhverfisvænu vörur sem við höfum uppá að bjóða. Jafnframt fá gestir prufu af Bee’s wrap. (á meðan birgðir endast) Hér má finna viðburðinn á Facebook - og við hvetjum þig til að fylgjast með. Þeir sem fram koma...