Opið í desember

Alla jafna erum við ekki með opið en núna í aðdraganda jóla og vegna fjölda fyrirspurna verður opið hjá okkur sem hér segir.

  • Laugardaginn 11. desember frá kl. 11-16
  • Laugardaginn 18. desember frá kl. 11-16

Með þessu viljum við koma til móts við þá sem eiga eftir að sækja til okkar pantanir og eiga oft erfitt með það á hefðbundnum opnunartímum hjá okkur og hvetjum þá hér með til að renna við á Gylfaflötina og sækja.

Eins viljum við gefa fólki kost á að koma og sjá þær vörur sem við bjóðum uppá því eflaust eru fleiri eins og við og vilja sjá, skoða og koma við hluti áður en keypt er. ...Og já, það verður spritt á staðnum - og við minnum á grímur.

Við erum líka virk á virkum dögum og fram til jóla verður einhver við frá hádegi, þ.e. kl. 12 og í það minnsta til kl. 16:30 - betra að tékka samt á okkur fyrir og eftir þann tíma í síma 861-1790.

Undanfarna daga höfum við verið að taka inn helling af nýjum vænum vörum sem við varla höfum náð að koma ,,fram í verslun" en teljum okkur vera búin að ná í skottið á okkur....svona næstum.

Hér má nefna hreingerningarefni frá Neat sem er algjörlega að gera sig - litlar áfyllingaflöskur frá þeim verða vonandi komnar í hús fyrir helgi.

Fleiri munstur frá Marleys Monsters, herravörur frá Erbe ásamt öðrum snyrtivörum, helling af fallegum trévörum og handgerðar vörur frá Bazar Bizar, ný munstur frá Bee's Wrap og fleira. Sjón er eiginlega sögu ríkari.

 Sjáumst

Til baka í fréttir