Vöruflokkur: Jelmah Herbella - Te
Jelmah Herbella er fyrirtæki sem var stofnað árið 2019 af Fatou Manneh. Jelmah Herbella vinnur með bændum að því að framleiða lífrænar jurtir í stórum stíl í gegnum regnhlífasamtök, hvetur konur til að stunda vistrækt, þ.e. rækta jurtir í bakgörðum sínum í bíldekkjum, sekkjum, brotnum pönnum og selja jurtir og kornrækt á áreiðanlegan markað til að afla sér auka tekna. Fatou Manneh er ung kona frá Gambíu sem er með BA gráðu í þróunarnámi frá háskólanum í Gambíu og er þjálfari í Empretec verkefninu. Þar er lögð áhersla á að fræða frumkvöðla, bændur og söluaðila til að auðvelda sjálfbæra þróun og vöxt án aðgreiningar.
Fatou sérhæfir sig í frumkvöðlastarfi, sérstaklega til að mennta og styrkja konur og leiðbeinir hún yfir 2000 konum í Gambíu. Fatou hefur mikla ástríðu fyrir lífrænum jurtum og þjálfun faglærðra og hálffaglærðra leiðbeinenda í lífrænni jurta-, ávaxta- og grænmetisframleiðslu og kviknaði áhugi hennar á lífrænum jurtum þegar hún var mjög ung og sá jurtirnar vaxa náttúrulega í þorpinu sínu og voru þær notaðar af fjölskyldu hennar í te bæði kvölds og morgna.
Nafnið Jelmah þýðir "veldu mig" og Herbella þýðir "fegurð hennar".
Við bjóðum upp á þrjár tegundir af tei frá Jelmah Herbella, engifer te, piparmyntu te og hibiscus te. Teið fáum við frá Kubuneh/Allir skipta máli sem er góðgerðarfélag í Vestmannaeyjum og er m.a. með verslun þar. Allur ágóði af versluninni fer í rekstur heilsugæslu í þorpinu Kubuneh í Gambíu og erum við stoltar að geta tekið þátt í þessu verkefni með þeim með sölu á teinu.
-
Engifer te frá Gambíu, 30 tepokar - Jelmah Herbella.
Verð 1.500 krVerðStykkjaverð / pr. -
Piparmyntu te frá Gambíu, 30 tepokar - Jelmah Herbella.
Verð 1.500 krVerðStykkjaverð / pr. -
Hibiscus te frá Gambíu, 30 tepokar - Jelmah Herbella
Verð 1.500 krVerðStykkjaverð / pr.0 krSöluverð 1.500 kr -
Engifer te - Jelmah Herbella, áfylling
Verð 337 krVerðStykkjaverð / pr.0 krSöluverð 337 kr -
Hibiscus te - Jelmah Herbella, áfylling
Verð 337 krVerðStykkjaverð / pr.0 krSöluverð 337 krUppselt -
Piparmyntu te - Jelmah Herbella, áfylling
Verð 337 krVerðStykkjaverð / pr.0 krSöluverð 337 kr