Klawe

G. Klawe er fjölskyldufyrirtæki í Þýskalandi sem stofnað var árið 1931 og hefur allt frá þeim tíma haft að leiðarljósi að framleiða gæðavörur úr úrvals hráefni.

Með breyttu viðhorfi almennings til endurnýjanlegra auðlinda og virðingar fyrir náttúrunni jók fyrirtækið við áherslur sínar til að svara kröfum almennings og nú er svo komið að fyrirtækið notar eingöngu FSC vottað hráefni í sínar vörur.