Starfsfólk

Lára Sæmundsdóttir

…er vatnsberi og fædd á ári drekans. Hún annast útisölu hjá Mistur og hana má gjarnan finna í verslunum sem endurselja vörur frá okkur, ýmist að taka niður pantanir eða fara með vörur og jafnvel koma þeim fyrir þar. Það á ekki að koma neinum á óvart að heyra hana tala fallega við vörurnar okkar í búðunum, ekki ósvipað og hún talar við blómin, enda dafna blómin hjá okkur einstaklega vel.

Hún er mikil kattakona og sendir okkur gjarnan myndbönd af uppátækjasömum köttum úti í heimi, okkur hinum til mikillar gleði og ánægju.

Endurnýting, hringrásakerfið, tilraunastarfsemi og sjálfbærni eru henni ofarlega í huga.

Þrjár uppáhaldsvörur Láru hér í Mistur eru; Saltsprey frá Lovett Sundries, hársápan frá EcoLiving, ilmkjarnaolíurnar frá Bergila, bambustannburstarnir og þvottastrimlarnir.

Lára ætlaði að verða býflugnabóndi þegar hún yrði stór og enn er ekki loku fyrir það skotið.

Síminn er hjá Láru 858-1890 er og þú getur sent henni tölvupóst hérna.

Linda Sveinbjörnsdóttir

…er vatnsberi og fædd á ári apans. Hún annast verslun okkar á Stórhöfða og hana má finna þar alla daga frá kl. 11-17, gefandi góð ráð varðandi vítamín og bætiefni.

Linda er mikið náttúrubarn og andans kona og það er sennilega afar fátt sem hún hefur ekki svör við á þeim sviðum enda hefur hún starfað síðastu áratugina í verslunum á borð við Jurtaapótekið og Heilsuhúsið.

Linda er ilmkjarnaolíufræðingur, jógakennari, heilari, blómadropaþerapisti, reikimeistari og almennur gleðigjafi.

Það veitir Lindu tvöfalda hamingju að geta verið útivið að lesa og svo er hún einkar dugleg að faðma tré.

Þrjár uppáhaldsvörur Lindu hér í Mistur eru: Ilmkjarnaolíurnar frá Amphora, súkkulaðið frá Chocolate and Love, handsápurnar frá Friendly, muldu hörfræin frá Smaakt og engiferteið að ógleymdri moltutunnunni.

Linda ætlaði að verða seiðkona þegar hún yrði stór og að okkar mati er hún ríflega hálfnuð þangað.

Síminn hjá Lindu er 869-1790 og þú getur sent henni tölvupóst með því að smella hérna.

Þórunn Björk Pálmadóttir

…er tvíburi og fædd á ári apans. Hún annast allskonar í Mistur og er dugleg að skipta sér af og hafa skoðanir á öllu sem viðkemur því sem gerist í fyrirtækinu sem er kannski ekki skrítið þar sem Mistur er hennar hugarfóstur og þriðja barn. Það barn varð til út frá brennandi áhuga á endurnýtingu hluta, minnkun sóunar og verndun jarðar.

Auk þess fyrrnefnds áhuga á náttúruvernd og minnkun sóunar hefur Þórunn gaman af að bregða sér í veiði við lygnt vatn og njóta náttúrunnar – hana má gjarnan finna þar sem trjágróður er eða ekki, og þá í hrókasamræðum við hvern/hvert það sem hlustar, eða ekki. Tré, steina, fiska...

Þrjár uppáhaldsvörur Þórunnar eru: Bee‘s wrap, lúffur, Friendly handsápurnar, þvottastrimlarnir, saltspreyið, drykkjarílátin frá Qwetch, hunangið, bambustannburstarnir, konjakssvampur, tannkremstöflur….(einhver kann ekki að telja og hér verður t.d. að stoppa hana af þar sem hún á mjög erfitt með að gera upp á milli.

Þórunn veit ekki enn hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór.

Síminn hjá Þórunni er 861-1790 og sent henni tölvupóst með því að smella hérna.