UM MISTUR

Takk fyrir að vilja kynnast okkur aðeins betur

Mistur er vef- og heildverslun sem einbeitir sér að því að bjóða viðskiptavinum sínum umhverfisvæna valkosti bæði fyrir heimilið og til persónulegra nota. Við auðveldum þeim einstaklingum sem kjósa umhverfisvænni lífsstíl að velja gæða vörur í þeim tilgangi hér í vefverslun okkar.

Sem heildverslun þjónustum við margar af flottustu heilsu- og lífsstílsverslanir á landinu með umhverfisvænum vörum og komum þannig umhverfisvænum valkostum enn nær einstaklingum.

Við erum staðsett á Stórhöfða 33 en hófum starfsemina hinum megin við Vogin árið 2014 með endurvinnslu á pappír og vörubrettum. Úr þessum hráefnum urðu til bæði bækur og myndir sem seldar voru í ferðamannaverslunum og sjónum beint að umhverfisþenkjandi ferðamönnum.

Við erum innilega þakklát öllum þeim sem keyptu bækurnar og myndirnar því segja má að það hráefni, sem annars var á leið í förgun, hafi verið grunnurinn að því sem Mistur er í dag. Síðan þá höfum við hægt og rólega aukið vöruúrvalið.

Eigandi Misturs er Þórunn Björk Pálmadóttir áhugamanneskja um minni sóun og verndun jarðar en þessi hugðarefni urðu einmitt kveikjan að Mistur.

Samfélagslegur stuðningur.
Við hreinlega elskum þetta fallega land með fallega nafnið - Ísland - og teljum afar mikilvægt að vernda hina ósnortnu og viðkvæmu náttúru þess. Frá upphafi starfseminnar hefur það verið draumur að styrkja einhver af þeim félagasamtökum sem standa vörð um náttúruna og í fyrra gafst loks tækifæri til að láta þann draum rætast.

Árið 2019 rann 1% af allri sölu, hvort heldur í gegnum vefverslun okkar eða heildverslun, til Landverndar í tilefni 50 ára afmælis þeirra og fimm ára afmælis okkar.

Árið 2020 var ákveðið að láta 1% af allri sölu renna til Bláa hersins en hann hefur verið afar ötull við hreinsun strandlengjunnar. Það er líka afar viðeigandi þar sem Blái herinn fagnar 25 ára starfsafmæli á þessu ári.

Árið 2021 fundum við fyrir miklum vaxtaverkjum og þurftum að finna okkur stærra húsnæði. Við höfum því einbeitt okkur að frekari uppbyggingu okkar til geta enn betur sinnt þeirri knýjandi þörf sem er fyrir umhverfisvænum vörum.

Heimsmarkmiðin
Við tengjum okkur auðveldlega við nokkur af heimsmarkmiðunum og má þar sem dæmi nefna.

11: Sjálfbærar borgir og samfélög
12: Ábyrg neysla og framleiðsla 
13: Aðgerðir í loftslagsmálum 
14: Líf í vatni
15: Líf á landi

Við erum afar þakklát fyrir allar ábendingar um það sem betur má fara og hvernig við getum gert betur hvort heldur í þjónustu eða vöruúrvali.

Ekki hika við að vera í bandi ef þú heldur að við getum gert eitthvað fyrir þig.

Netfangið okkar er mistur@mistur.is og síminn er 861-1790