Áfylling

Hjá okkur geturðu komið með þín eigin ílát til að fylla á hreingerningarvörur, bæði fyrir heimilið og til persónulegra nota.

Til persónulegra nota:

Tannkremstöflur, með og án flúors, handsápu, hársápu og hárnæringu, maska, makindabaðblómablöndu, andlitsvatn, handáburð, hreinsimjólk, arganolíu, avókadóolíu...

Fyrir heimilið:

Uppþvottalög, gljáa, þvottaefni - bæði duft og fljótandi, gólfsápu, wc hreinsi, baðhreinsi, ofnhreinsi, glerhreinsi, sápuflögur

Við erum að feta okkar fyrstu skref í áfyllingarmálum og munum bæta verulega í úrvalið á næstu vikum. Ef þú hefur ábendingu um það sem þú myndir vilja geta keypt í þín eigin ílát,  endilega sendu okkur línu á mistur@mistur.is - við erum nú þegar að vinna að nokkrum atriðum.

Opið hjá okkur á Gylfaflötinni frá kl. 13-17, þriðjudaga og fimmtudaga eða eftir frekara samkomulagi.