Vöruflokkur: Local women's handcraft - endurunnar töskur og buddur

Local Womans

 

Local women eru hópur kvenna í Katmandu í Nepal sem vinna ,,fair trade“ að ýmsu handverki úr vefnaðarvöru. Markmiðið með vinnunni er að styrkja og mennta fátækar konur og konur úr minnihlutahópum með sjálfbærni að leiðarljósi. Allar vörurnar eru framleiddar með mannsæmandi hætti; konunum er boðin vinnuaðstaða og greidd eru sanngjörn laun. Hugmyndin er að efla og hvetja konurnar, börn þeirra og í leiðinni samfélagið.

Hvernig virkar hugmyndin? Allar þær konur sem taka þátt í prógramminu eru ýmist í 6, 12 eða 18 mánuði í náminu. Þær velja hvaða iðn þær vilja nema og m.a. geta þær valið um að hanna, vefa, sauma út, prjóna, gera skartgripi eða textil gerð. Á meðan náminu stendur fá konurnar greiddan hlut eða styrk. Með áhuga og einurð hefur LWH tekist að koma á legg öruggu samfélagi sem hefur þjálfað og virkjað hundruð kvenna. Með nýja færni í farteskinu, fjárhagslegan styrk og 12 mánuði í öruggu umhverfi eru konurnar hvattar og styrktar til að öðlast sjálfstæði og frekari lífsgæði.