Algengar spurningar
Get ég komið og sótt?
- Já, og það færist sífellt í aukana að fólk komi og sæki. Best er samt að gera það í samráði við okkur því við erum ekki alltaf við. Síminn er 861-1790
Hvar eruð þið til húsa?
- Við erum á Gylfaflöt 5 í Grafarvogi.
Eruð þið með opna búð?
- Nei, við erum ekki með opna búð en það er krúttilegt lítið útibú frá okkur í Pallett kaffihúsi við Strandgötuna í Hafnarfirði og þar má finna töluvert af vörum frá okkur.