Vöruflokkur: Bergila

Árið 1912 var grunnurinn lagður að fjölskyldufyrirtækinu ,,Bergila" þegar Johan Niederkofler hóf eimingu á sedrus-, arolla-, og fjallfuru til að útbúa ilmkjarnaolíu. Síðan þá, eða í yfir 100 ár hefur fjölskyldan framleitt ilmkjarnaolíur og ýmsar aðrar jurtafurðir. Nú fjórum kynslóðum síðar er þekkingu forfeðranna enn haldið til haga undir merkjum Bergila.