Vöruflokkur: Keep Leaf - nestispokar

Keep leaf hefur miklar og háleitar hugmyndir um sjálfbærni og vöruframborð sem vert er að gefa góðan gaum. Markmiðið fyrirtækisins er að framleiða fallegar vörur með sjálfbærum og ábyrgum hætti og um leið gera heiminn að betri stað.

Umhverfisvernd og virðing fyrir náttúrunni er leiðarljós allrar vöruhönnunar fyrirtækisins, enda eru aðeins notuð endurnýtanleg og lífræn hráefni í þeirra vörur og vitaskuld úr sjálfbærri framleiðslu. Með því að velja slíkar vörur, minnkum við sóun og fækkum eiturefnum í okkar nánasta umhverfi, á urðunarstöðum og í jarðveginum og þannig leggjum við okkar að mörkum fyrir grænni jörð fyrir komandi kynslóðir.

Keep leaf hefur að leiðarljósi að útvega starfsfólki sínu skapandi og öruggt vinnuumhverfi, trygga atvinnu og býður jafnframt upp á almenna grunn-menntun og sérhæfða starfsþjálfun.  

Keep leaf styður sérstaklega samtök og stofnanir sem styrkja konur og ungar stúlkur til náms og hjálpa þeim þannig að rjúfa vítahring fátæktar, hvar sem er í heiminum og styrkja þannig heilbrigt og farsælt fjölskyldulíf.