Skipta yfir í vöruupplýsingar
1 af 3

Kubuneh

Hibiscus te frá Gambíu, 30 tepokar - Jelmah Herbella

Hibiscus te frá Gambíu, 30 tepokar - Jelmah Herbella

Verð 1.500 kr
Verð 0 kr Söluverð 1.500 kr
Tilboð Uppselt
Með VSK.

Hibiscus jurtin (Hibiscus sabdariffa) er rík af C-vítamíni, teið er djúprautt, hefur súrt bragð og má drekka bæði heitt og kalt. Hibiscus inniheldur mikið af andoxunarefnum, er bólgueyðandi, getur haft góð áhrif á hjartað og æðakerfið og temprað líkamshitann.  Hibiscus getur einnig lækkað blóðþrýsting og blóðsykur og haft góð áhrif á blóðfitu (kólesteról). Hibiscus getur enn fremur stuðlað að heilbrigði lifrarinnar.

ATH. Einnig má gera kalt te (eða svokallað cold brew), en þá eru fjórir tepokar látnir liggja í ca 450 ml af köldu vatni í allavega 4 klst en má liggja yfir nótt. Síðan eru tepokarnir teknir úr, kreist vel úr þeim og 450 ml af köldu vatni bætt út í ásamt 2 msk af agavesírópi eða Bee & You hunangi sjá hér. Þessa blöndu er gott að geyma í ísskáp og bera svo fram t.d. með klaka og lime sneið.   Geymist í kæli í allt að viku.

Við vekjum athygli á að einnig er hægt að fá hibiscus te í lausu hjá okkur og tesíur.

Varúð: Ef verið er að taka lyf við háum blóðþrýsting eða sykursýki skal hafa í huga að hibiscus getur aukið á virkni lyfjanna svo að áríðandi er að fylgjast vel með mælingum.

Magn: 30 tepokar.  Tepokarnir eru úr albaca trefjum, en albaca er tré af bananaætt.
Umbúðir:  Endurlokanlegur bréfpoki.
Uppruni:  Gambía, Vestur-Afríka.

Með kaupum á þessu tei leggur þú þitt af mörkum til uppbyggingar heilsugæslu í Gambíu.

Sjá allar upplýsingar