Við erum flutt á Stórhöfða

Undanfarnir dagar og vikur hafa liðið ansi hratt hjá okkur eftir að tekin var sú ákvörðun um að flytjast á milli póstnúmera og verða þannig aðeins meira miðsvæðis og sýnilegri. 

Við fundum dásamlegt rými á Stórhöfða 33 þar sem við máttum endurnýta þann efnivið sem fyrir var, sem við að sjálfsögðu gerðum, ásamt því að forða nokkrum brettum og brettakössum frá því að verða eldi að bráð. Allt í okkar anda.

Endurnýtanlegur efniviður

Þessari ákvörðun fylgir sú staðreynd að við ætlum að opna verslun sem verður opin alla virka daga frá kl. 11-17. Áherslurnar verða enn þær sömu á umhverfisvænar gæðavörur fyrir heimilið og einstaklinginn og því höfum við bætt helling við vöruúrvalið og meira er á leiðinni. Gaman er að geta þess að við munum auka enn frekar vörubreidd og bjóða upp á ýmsar vörur sem hjálpa til við að bæta eigin líðan eins og ilmkjarnaolíur, tinktúrur, te, bætiefni og fleira hollt og gott fyrir kroppinn. 

Sérfræðingar að störfum - söludeildin algjörlega að fórna sér fyrir málstaðinn
Söludeildin að fórna sér algjörlega fyrir málstaðinn

 

Svona flutningum fylgir vissulega einhver röskun og við erum nú í óða önn að koma okkur fyrir. Við þökkum auðsýndan skilning og mælum með að fólk hringi í okkur ef þeir vilja sækja pantanir eða ef einhverjar spurningar vakna. S: 861-1790

Gaman væri ef þú hefðir tök á að koma og gleðjast með okkur í opnunarteitinu sem verður fimmtudaginn 16. nóvember 2023 (16.11.2023) og stendur frá kl. 16:11-20:23

 Við bjóðum upp á léttar veitingar og hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook sem við yrðum þakklátar fyrir að þú myndir melda þig á og jafnvel bjóða vinum. 

 

Hlökkum til að sjá ykkur á nýjum stað.

Til baka í fréttir