Þarf ,,svartur föstudagur" að vera svo slæmur eða getum við snúið honum okkur í vil með umhverfið að leiðarljósi?
Við vitum að gífurlega margir nýta sér þá afslætti sem í boði eru þennan dag, helgi eða jafnvel viku. Eðlilega má kannski segja. Því miður eru alltof margir sem kaupa bara eitthvað, finna fyrir einhverskonar múgæsing og hrífast með, finna m.a.s. fyrir stressi af því að þeir séu að ,,missa af einhverju". Panta og kaupa eitthvað og vita svo mögulega ekki hvað þeir keyptu fyrr en vörurnar eru komnar heim.
Það er ekki gott fyrir:
- Kaupandann sem situr eftir hissa á sjálfum sér, með móral kannski
- Budduna af því að hugsanlega var þetta algjör peningasóun, þrátt fyrir afslátt.
- Umhverfið
Við höfum ákveðið að bjóða okkar einstöku viðskiptavinum 15% afslátt alla þessa helgi. Með því viljum við gefa þeim rúman tíma til að skoða sig um og taka upplýsta og meðvitaða kaupákvörðun um þær vörur sem þeim hugnast í staðinn fyrir að kaupa bara eitthvað.
Af hverju veitum við afslátt þessa helgi?
Við viljum hvetja fólk til að leiða hugann að því sem það er að kaupa og spyrja sig eftirfarandi spurninga:
- Vantar mig eða þiggjanda þetta?
- Verður þetta notað?
- Hvaða hráefni eru í þessu?
- Hver bjó þetta til?
- Hvernig fékk hann greitt fyrir sína vinnu og er hún mannsæmandi?
- Hvað verður um þetta þegar líftímanum lýkur?
- Hvernig er það ferli, hvað kostar það og hver borgar?
15% afslátturinn reiknast sjálfkrafa í lok pöntunar, virkjast á miðnætti 25. nóvember og verður virkur til miðnættis mánudaginn 29. nóvember.
Vöndum valið - veljum vistvænt
Gerum þennan föstudag grænan!