Mistur styrkir Landvernd

Kæru vinir 
Okkur langaði bara að segja takk fyrir viðskiptin á þessu ári, þó svo að það sé bara júní.

Þannig er nefnilega mál með vexti að langþráður draumur rættist nú fyrir skömmu þar sem við skrifuðum undir styrktarsamning við Landvernd.

Frá því að við hófum starfsemi fyrir fimm árum síðan hefur blundað í okkur sú von að getað kannski einhvern tímann sýnt stuðning í verki útfrá starfsemi okkar.

Okkur finnst því alveg kjörið á 50 ára starfsafmæli Landverndar og fimm ára starfsafmæli Misturs að láta til skarar skríða.

Þann 13. júní skrifuðum við Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og ég fyrir hönd Misturs undir styrktarsamning sem hljóðar upp á að 1% af allri sölu Mistur renni óskert til Landverndar.

Samningurinn gildir frá 1. janúar til og með 31. desember 2019 með möguleika á framlengingu.

Við óskuðum sérstaklega eftir því að styrkurinn rynni til starfs Landverndar í þágu hálendis Íslands.

Mörgum kann að finnast 1% afskaplega lítið en eins og við vitum þá gerir margt smátt eitt stórt. Því þökkum við þér kærlega fyrir viðskiptin á árinu sem er bara rétt hálfnað. Ekki aðeins ertu að taka skref í átt að umhverfisvænni lífsstíl með því að versla við Mistur heldur ertu líka að stuðla að verndun okkar einstaka og dýrmæta hálendis.

Takk enn og aftur og vonandi nýturðu hins íslenska sumars

Kær kveðja
Þórunn

Til baka í fréttir