Vítamín, bætiefni og jurtir

Það er gaman að segja frá því að undanfarnar vikur höfum við verið að stórbæta í vöruúrvalið hjá okkur og sem fyrr horfum við mikið í hreinleika og umbúðir þeirra vara sem við bjóðum upp á.

Nýjasti vöruflokkurinn sem nú er vel aðgengilegur hjá okkur inniheldur ýmis vítamín, bætiefni og jurtir, allt sem gerir okkur gott. Í þessum flokki má finna ýmislegt sem hjálpað getur til við meltinguna, kvenhormónakerfið, liðina og húðina. Þar má einnig fyrir ýmis steinefni, sölt, tinktúrur (jurtaveigar) og dropa sem styrkja ónæmiskerfið svo eitthvað sé nefnt. 

Þau merki sem nú þegar er hægt að nálgast hjá okkur eru: 

Bee & You, eru ekki aðeins með gómsætt hunang og SOS krem heldur eru við líka með própolis dropa og hálssprey frá þeim.

Frá Bergila höfum við heldur betur bætt í safnið af jurtatei, smyrslum og tinktúrum (jurtaveigar), lífrænt vottað merki. 

Viridian er framleitt í Bretlandi í litlum lotum og býður uppá einkar breiða vörulínu. Viridian er án allra auka og fylliefna og framleitt samkvæmt GMP stöðlum. Hreinleiki Viridian er 100% og allt hráefni sem notað er er rekjanlegt. Viridian er í glerkrukkum sem hægt er að nota aftur og aftur. 

Feel Iceland kollagen, te, dropa og smyrsl frá Jurtaapótekinu, ýmislegt frá Saga Natura0

 

Ýmislegt fleira er auðvitað að sjá í þessum flokki og ef þú vilt renna í gegnum hann þá bara einfaldlega smellirðu á myndina hér fyrir neðan.

 

Þar sem ekki er hægt að gleypa fílinn í einum bita höfum við valið sérstaklega ákveðnar vörur til að byrja með og sem við teljum að hentað geti þér vel. Við hlökkum svo til að heyra hvað það er sem þér finnst vanta í úrvalið og munum smám saman bæta enn frekar við eftir óskum hvers og eins, eins og við höfum gert hingað til. 

Við hlökkum til að vera áfram samferða á þeirri vegferð sem við erum.

Til baka í fréttir