Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan konan á þessum bæ, hún Þórunn, hóf að endurvinna pappír og búa til gesta- og minnisbækur og síðar myndir úr endurunnum brettum og pappír. Það var árið 2014 og alls ekki úr vegi að birta eins og eina mynd af bókunum. Jafnvel tvær.
Tveimur árum síðar eða 2016 duttum við niður á fyrstu vöruna sem við hófum innflutning á, það var Bee's Wrap. Fljótlega eftir að hún fór að sjást á samfélagsmiðlum kom Heilsuhúsið að máli við okkur og óskaði eftir að fá þessa vöru í sínar búðir og þannig hófum við dreifingu á umhverfisvænum vörum samhliða vefsölu. Í kjölfarið fylgdu svo bambustannburstar, bambus drykkjarmál og ....
Smám saman bættust fleiri og fleiri vörur í vöruúrvalið og hægt og rólega dró úr framleiðslu á bókum og myndum þar sem ekki leyfði af tímanum í að sinna þeim búðum sem sem seldu vörurnar ásamt öðrum störfum. Starfsemin var fyrstu árin rekin á kt. konunnar og 2019 varð Mistur ehf. Það var stórt Jibbý. Þessi ár var starfsemin öll rekin í heimahúsi þangað til rýmið í bílskúrnum var einfaldlega orðið of lítið. Enn lifa samt orð einnar sem kom eitt sinn til okkar í skúrinn og kallaði okkur ,,best falda gimsteininn í Grafarvogi"
Það urðu því sannarlega kaflaskil og stórt skref stigið þegar litla hugarfóstrið fann sér atvinnuhúsnæði við Gylfaflöt 5 og flutti þangað með allt sitt hafurtask. Það stóð eiginlega ekki til að opna verslun og því varð bakhús fyrir valinu sem erfitt var að finna. Árin á Gylfaflötinni urðu rúmlega tvö og á þeim tíma gerðist ýmislegt eins og gengur og gerist.
Viðskiptavinum höfum við sífellt reynt að sinna eins vel og best verður á kosið og verða við þeim beiðnum sem við fáum. Ein beiðnanna var sú að útvega bambuspísk fyrir matcha te. Sú beiðni átti heldur betur eftir að vinda uppá sig því í framhaldi af einum litlum sætum písk tókum við inn lífrænt matcha te frá Moya. Þegar þar var komið sögu þurfti að ganga í gegnum Lífræna vottun hér heim og við fengum vottun frá Vottunarstofunni Tún í júni árið 2021.
Árið 2023 urðu enn önnur kaflaskil í Mistrinu og fyrsti starfsmaðurinn var ráðinn í júni, ,,slík voru umsvifin orðin" en það má næstum lita á þessi orð sem einkunnar orð þess starfsmanns, hennar Láru. Í águst það sama ár kom svo starfsmaður nr. tvö hún Linda sem starfað hafði í heilsuverslunargeiranum í rúman áratug. Þar bar aftur vel í veiði því nú var hægt að bjóða viðskiptavinum upp á heildstæða þjónustu á bæði umhverfisvænum vörum ásamt ráðleggingum um vítamín og bætiefni. Þar með urðu Trillurnar þrjár í Mistrinu.
En þá vantaði bara húsnæði fyrir verslun sem myndi auðvelda viðskiptavinum að finna okkur og vera meira í alfaraleið.
Stórhöfði 33 hafði nokkru sinnum verið skoðaður á skjánum, svo í alvöru og í nóvember sl. eftir töluvert mikla vinnu og endurnýtingu á hráefni tókst okkur að opna þar þá verslun sem við tökum á móti ykkur í dag í. Þar er jafnframt heildverslunin okkar til húsa en flestar umhverfisvænar verslanir, heilsubúðir, lyfjaverslanir og lífsstílsbúðir bjóða uppá vörur frá okkur og taka þar með þátt í því að bjóða fólki upp á umhverfisvæna valkosti.
Við þökkum öllum viðskiptavinum okkar og endursöluaðilum af öllu hjarta fyrir viðskiptin síðastliðin ár. Við stefnum ótrauðar áfram, hugmyndirnar eru óþrjótandi, viðskiptavinirnir frábærir og verkefnin ærin.
Á meðan enn myndast Mistur af völdum mengunar er engin ástæða fyrir okkur til að láta staðar numið.