Það náttúrulega hlaut að koma að því að við yrðum okkur úti um súkkulaði, og því líkt og annað eins súkkulaði! Þetta merki býr yfir öllu því sem við leitum eftir í okkar vörum og hjá okkar birgjum. Mannvænt, lífrænt, gott og Fairtrade vottað. Niðurbrjótanlegar umbúðir - bæði ytri og innri, fallegt og síðast en alls ekki síst, einstaklega ljúfengt.
Við bjóðum Chocolate and Love velkomið í vöruúrval okkar bæði dreifingu og sölu hér á mistur.is
Um súkkulaðið
Lífræna og bragðmikla kakóið er fengið beint hjá samvinnufélögunum í Perú, Dóminíska lýðveldinu, Panama og Madagaskar.
Línan telur níu tegundir af mismunandi súkkulaði þar sem lægsta innihald kakós í dökku súkkulaði er 55% en í mjólkursúkkulaðinu er hlutfallið hátt í 50%. Tvær tegundirnar eru hreint súkkulaði, Panama 80% og Rich Dark 71%. Sjö tegundir henta fyrir vegan.
Einnig má finna súkkulaði með: Sjávarsalti og karamellu, heslihnetum, appelsínubragði, granateplum, dökkt 55%, mintu og kaffi.
Tegundir
Helsta uppistaðan í línunni eru 80 gr. súkkulaðiplötur en einnig eru til 40 gr. stk. og svokölluð ,,Napolitains" en það eru litlir innpakkaðir súkkulaðimolar að ákveðinni stærð og fylgja oft þegar þú kaupir þér kaffibolla eða liggja á koddum á hótelum.
Hægt er að fá 80 gr. súkkulaðiplöturnar stakar og eins nokkrar saman í skemmtilegum gjafapakkningum 3-4 plötur. Annars vegar í svokalla ,,library" eða súkkulaðisafn eins og við kjósum að kalla það og hins vegar í flötum pakkningum. Ytri umbúðirnar á gjafapökkunum eru það fallega skreyttar að óþarfi er að pakka þeim frekar inn.
Okkur langar líka sérstaklega að vekja athygli á páskaöskjunni sem við mælum með að gefa eða njóta sjálfur núna um páskana. Hún inniheldur þrjár stórar gómsætar súkkulaðiplötur.
Litlu molarnir ,,Napolitains" koma annars vegar í skrautlegum málmdósum,- dökkri og ljósri - hvor dós um sig með þremur mismunandi súkkulaðimolum og hinsvegar í öskju með fimm bragðtegundum. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að nota dósirnar aftur og aftur.
Fairtrade - siðferðileg framleiðsla
Í Chocolate and Love er eingöngu notað lífrænt vottað hráefni og rekja má ferlið allt frá býli til gaffals og vottun veitir fullvissu um að svo sé. Ef einhverju er breytt einhverstaðar í ferlinu þarf að skrá ferlið og meta að nýju.
Kakóið, reyrsykurinn, vanillan og kaffið koma frá Fairtrade vottuðum samvinnufélögum, en mörg hver eru byggð á litlum fjölskyldubúum þar sem meðalstærð býlisins er um fimm hektarar. Bændurnir geta svo aftur valið um að nota Fairtrade premium til endubóta á býlum sínum og til samfélagslegra verkefna í þeirra nærumhverfi, eins og vegagerð og vatnsveitu.
Umbúðirnar
Það er gaman að segja frá því að myndirnar á umbúðunum á skúkkulaðinu eru handmálaðar og hannaðar af öðrum eiganda Chocolate and Love - Birgitte. Eins og við vitum þá borðum við mikið með augunum og fallegar umbúðir eiga stóran þátt í því og gefa jafnframt til kynna gæðin sem felast á bakvið.
Pappírinn í umbúðunum er úr FSC vottuðum pappír, bæði á 40 og 80 gr. stk. og prentlitirnir innihalda ekki MOSH & MOAH jarðolíu, hvorki í lit né lakki. Það sama á við um gjafaöskjurnar, en jarðolíu er ekki að finna í lími, bleki eða pappanum. Innri umbúðirnar eru gagnsæ plastlaus filma úr endurnýjanlegum auðlindum enda gerð úr viðarkvoðu úr sjálfbærri uppskeru. Hún er fullkomlega jarðgerðarhæf og vottuð samkvæmt ESB og Bandarískum stöðlum um lífbrjótanleika og jarðgerð, bæði heima og í iðnaði. ((EN13432, EN14995, ASTMD6400 og ISO 17088).
Um Chocolate and Love
Chocolate and Love var stofnað árið 2010 af hjónunum Richard súkkulaðielskandi skota og Birgitte sem er danskur matgæðingur. Sannkallað fjölskyldufyrirtæki þar sem bragð, gæði, gildi, manngæska og umhverfi eru í hávegum höfð. Markmiðið er að framleiða súkkulaði með háu kakóinnihaldi og minna af sykri og gaman að segja frá því svona í lokin að nú þegar hafa þau hlotið 58 verðlaun fyrir vörurnar sínar.
Súkkulaði og ást - allt sem þarf.