Fréttir — umhverfisvænt

Nýtt frá Bee's Wrap. Vegan arkir, rúlla og nýtt munstur

Bee's Wrap lífræn bómull Matvælaarkir umhverfisvænt Vaxdúkur vegan

Nýtt frá Bee's Wrap. Vegan arkir, rúlla og nýtt munstur

Kynning á nýjustu vörunum frá Bee's Wrap. Vegan arkir, rúlla sem þú klippir niður í þína uppáhalds arkarstærð og nýtt munstur á 3ja arka pakkanum sívinsæla.

Lesa meira →


15 atriði sem gera ferðalagið umhverfisvænna

ferðalag umhverfisvænt

15 atriði sem gera ferðalagið umhverfisvænna

Við tókum hér saman lista yfir nokkra hluti sem orðnir eru sjálfsagðir á ferðalögum okkar og er svo lítið mál að temja sér að nota til að minnka ruslið. Fyrir matvæli Qwetch drykkjarflaska sem heldur bæði heitu og köldu. Frábær í bílinn og gönguferðina. Hægt að fylla á á næstu bensínstöð og spara um leið kaupin á vatni eða gosi í plastflösku. Hollt, umhverfisvænt og sparar pening til lengri tíma litið svo ekki sé talað um minni plastnotkun.750ml eða 1,5 ltr. Qwetch flöskurnar geta líka verið góðar fyrir uppáhellt kaffi eða til að blanda djús í og geyma ískalt. Ferða...

Lesa meira →


Nýtt burstamerki - Keller

umhverfisvænt

Nýtt burstamerki - Keller

Við erum afskaplega stolt af nýja burstamerkinu sem við vörum að fá í sölu og dreifingu frá Keller Bürstenhaus. Keller er hart nær 150 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki þar sem fimmti ættliðurinn heldur nú um taumana.  Burstarnir eru virkilega vandaðir og til að byrja með bjóðum við uppá nokkrar tegundir af uppþvottaburstum bæði með burstahárum úr náttúrulegum trefjum og eins hrosshárum.  Ferhyrndu uppþvottaburstarnir eru jafnframt hannaðir þannig að fremst á burstanum hefur beykið verið mótað sem nokkurskonar skafa sem auðveldar þrif á pottum og pönnum þar sem matur hefur fests við.  Eins er gaman er að segja frá því að Keller...

Lesa meira →


Mistur styrkir Landvernd

Mistur umhverfisvænt

Mistur styrkir Landvernd

Kæru vinir Okkur langaði bara að segja takk fyrir viðskiptin á þessu ári, þó svo að það sé bara júní. Þannig er nefnilega mál með vexti að langþráður draumur rættist nú fyrir skömmu þar sem við skrifuðum undir styrktarsamning við Landvernd. Frá því að við hófum starfsemi fyrir fimm árum síðan hefur blundað í okkur sú von að getað kannski einhvern tímann sýnt stuðning í verki útfrá starfsemi okkar. Okkur finnst því alveg kjörið á 50 ára starfsafmæli Landverndar og fimm ára starfsafmæli Misturs að láta til skarar skríða. Þann 13. júní skrifuðum við Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar og ég...

Lesa meira →


Móðir -jörð-, kona, meyja. Viðburður á vegum Misturs

Mistur umhverfisvænt Viðburður

Móðir -jörð-, kona, meyja. Viðburður á vegum Misturs

Sunnudaginn 12. maí, á sjálfan Mæðradaginn, stendur Mistur fyrir viðburði sem fengið hefur yfirskriftina Móðir-jörð-, kona, meyja. Á viðburðinum er ætlunin að flétta saman fyrirlestrum um heilsu og heilbrigði kvenna, ruslminni lífsstíl ásamt hugleiðingum um mikilvægi hreyfingar og jóga í dagsins önn. Í lok fyrirlestranna verður svo boðið uppá djúpslökun. Mistur verður vitanlega á staðnum og gefur gestum færi á að skoða þær umhverfisvænu vörur sem við höfum uppá að bjóða. Jafnframt fá gestir prufu af Bee’s wrap. (á meðan birgðir endast) Hér má finna viðburðinn á Facebook - og við hvetjum þig til að fylgjast með. Þeir sem fram koma...

Lesa meira →