Nýtt burstamerki - Keller

umhverfisvænt

Við erum afskaplega stolt af nýja burstamerkinu sem við vörum að fá í sölu og dreifingu frá Keller Bürstenhaus. Keller er hart nær 150 ára gamalt fjölskyldufyrirtæki þar sem fimmti ættliðurinn heldur nú um taumana. 

Burstarnir eru virkilega vandaðir og til að byrja með bjóðum við uppá nokkrar tegundir af uppþvottaburstum bæði með burstahárum úr náttúrulegum trefjum og eins hrosshárum. 

Ferhyrndu uppþvottaburstarnir eru jafnframt hannaðir þannig að fremst á burstanum hefur beykið verið mótað sem nokkurskonar skafa sem auðveldar þrif á pottum og pönnum þar sem matur hefur fests við. 

Eins er gaman er að segja frá því að Keller er að nota FSC vottað timbur í fjölmargar tegundir bursta. FSC stendur fyrir ábyrga, umhverfisvæna og hagkvæma notkun skóga. 

Fyrst um sinn bjóðum við uppá uppþvottabursta, pottaskrúbb, extra stífan klósettbursta og silkimjúkan andlitsbursta, sem dásamlegt er að hafa á náttborðinu og dekra við sig rétt fyrir svefninn.

Kynntu þér burstana betur hér
Eldri færslur Yngri færslur