Nýtt frá Bee's Wrap. Vegan arkir, rúlla og nýtt munstur

Bee's Wrap lífræn bómull Matvælaarkir umhverfisvænt Vaxdúkur vegan

Það er alltaf gaman að kynna nýjungar til leiks og sérstaklega þegar þær verða til þess að umhverfisvænar vörur henti enn stærri hóp. Það leiðir til þess að við getum dregið enn frekar úr sóun. (þú getur smellt á myndirnar til að skoða nánar)

Nýjasta nýtt frá Bee's Wrap eru arkir sem henta þeim sem aðhyllast vegan lífsstíl. Þó svo að í vöruheitinu ,,Bee's wrap" - komi fram dýrategundin býflugur þá er ekkert býflugnavax notað við framleiðslu á vegan örkunum. Þess í stað er notað candelilla vax, soja vax, lífræn kókosolía og trjákvoða. Sem sagt, engar dýraafurðir. Vegan línan inniheldur þrjár vinsælustu pakkana frá Bee's Wrap: Þrjár arkir í pakka - litla, miðlungs og stóra örk. Samlokuörk sem er með tölu og spotta til að tryggja enn betri lokun og Brauðörk XL sem hylur stóran brauðhleif sem dæmi. Munstrið á örkunum er fallegt blómamynstur og er eins á öllum stærðum eins og sem sjá má framan á umbúðunum. 

Síðast en alls ekki síst er gaman er að segja frá því að vegan arkirnar eru ,,food safe". Food safe þýðir að búið er að prófa vöruna hjá viðurkenndum aðilum og hún hefur hlotið þann öryggisstimpil að varan henti fyrir matvæli og muni því hvorki skaða matvælin sem geymast í vörunni né neytandann. 

Vegan arkirnar þværðu eins og venjulegar Bee's Wrap arkir:

  • Strýkur af með rakri tusku
  • Skolar af undir kaldri/ylvolgri vatnsbunu
  • Setur í vaskinn, notar örlitla sápu og skrúbbar laust með uppþvottabursta og notar kalt/ylvolgt vatn. 
  • Leggur til þerris

Arkirnar mega ekki fara í örbylgju, á eða í ofn því hiti bræðir vaxið úr örkunum og styttir líftíma þeirra.

Þegar örkin hefur verið fullnýtt má setja hana út í moltukassa þar sem hún jarðgerist.

Bee's Wrap rúlla

Þessari nýjung frá Bee's wrap hafa margir beðið eftir. Nú er hægt að fá Bee's Wrap í 35,5 cm breiðri og 132 cm. langri rúllu og þú getur klippt niður í þína uppáhaldsstærð. Rúllan er með hefðbundnu Bee's Wrap munstri af býflugum og búi og umhirða eins og með allar aðrar Bee's wrap vörur. 

Laufblöð - nýtt munstur á 3ja arka pakkanum.

Reglulega koma ný munstur á arkirnar frá Bee's Wrap og þetta er það nýjasta -laufblöð. Þetta munstur er aðeins fáanlegt í vinsæla 3ja arka pakkanum sem inniheldur eina litla örk, eina miðlungs stóra og eina stóra.


Eldri færslur Yngri færslur