15 atriði sem gera ferðalagið umhverfisvænnaVið tókum hér saman lista yfir nokkra hluti sem orðnir eru sjálfsagðir á ferðalögum okkar og er svo lítið mál að temja sér að nota til að minnka ruslið.

Fyrir matvæli

 1. Qwetch drykkjarflaska sem heldur bæði heitu og köldu. Frábær í bílinn og gönguferðina. Hægt að fylla á á næstu bensínstöð og spara um leið kaupin á vatni eða gosi í plastflösku. Hollt, umhverfisvænt og sparar pening til lengri tíma litið svo ekki sé talað um minni plastnotkun.750ml eða 1,5 ltr. Qwetch flöskurnar geta líka verið góðar fyrir uppáhellt kaffi eða til að blanda djús í og geyma ískalt.
 2. Ferða (kaffi) mál – undir kaffið, teið eða ísinn í næstu ísbúð. Þau eru ófá pappamálin sem notuð eru einu sinni undir kaffi eða ís. Með margnota málum má fækka þeim svo um munar. Það munar um hvert eitt.
 3. Margnota hnífapör. Bæði í stál settinu okkar og bambus er skeið sem má þá nota í ísinn sem fór í margnota ferðamálið. Leysir af hólmi einnota plasthnífapör ef stoppa á einhverstaðar og grípa sér bita. Svo er líka bara einfalt að taka með sér hnífapör að heiman.
 4. Bee’s Wrap. Við mælum sérstaklega með að taka Bee’s wrap matvælaarkirnar í útileguna. Þær er svo hægt að nota utan yfir skinkubréfið, flatkökurnar eða sviðasultuna til að loka betur. Nú eða oststykkið, hálfan tómat, gúrku, avókadó eða sítrónu. Bara allt nema hrátt kjöt og fisk. Þarna má losna við að nota þó nokkra nestispoka eða plastfilmu.
 5. Nestispoki, segir sig pínulítið sjálft. Ef fara á í lengri gönguferð er gott að setja hnetumix, samloku eða niðurskorna ávexti og grænmeti í pokann. Svo má líka taka hann með í matvöruverslu fyrir nammibarinn. – Það má nú stundum fara þangað.
 6. Nestisbox. Gott getur verið að vera með nestisbox í útilegunni undir matarafganga eins og sósu eða súpu sem borða á síðar. Nú eða síðustu grillsneiðina sem gott er stundum að narta í seint um kvöld.
 7. Uppþvottasápa og bursti. Kosturinn við að nota margnota hluti á ferðalaginu er að maður fær að vaska upp á ótrúlegustu stöðum. Þá er gott að vera með umhverfisvænan uppþvottakubb sem inniheldur enginn eiturefni sem fara í næstu rotþró og þaðan út í umhverfið. Tölum nú ekki um ef næsti lækur er notaður til að skola af mataráhöldum. Náttúrulegur bursti eða lúffa er svo góð viðbót til að skrúbba með. Sápukubbinn og skrúbbinn er gott að geyma í nestispoka.
 8. Kaffipoki. Margnota kaffipoki ætti eiginlega að vera staðalbúnaður í öllum útilegugræjum. Tekur ekkert pláss og lausir kaffifilterar út um allt box eða skúffur heyrir sögunni til. Korginn? – náttúran nýtir hann aftur.
 9. Burðarpoki. Margnota burðarpoki þegar skreppa þarf inn í næstu kjörbúð til að kaupa í matinn er orðin svo sjálfsagður hlutur hjá flestum að varla þarf að minnast á hann….eða hvað?
 10. Rennilásapokar frá LOQI. Undir ýmislegt smálegt á ferðalaginu til að halda öllu í sínum stað og geta gengið að hlutum vísum. Sem dæmi geta þeir nýst sem snyrtibudda, undir óhreint, lítil leikföng, handavinnu eða hvað eina sem fólki dettur í hug.

Snyrtivörur
 1. Ferðasápa og sápubox. Ferðasápuna frá Friendly má nota á kroppinn, í hárið, skeggið og jafnvel í fötin ef slys hendir. Sparar óneytanlega pláss í snyrtitöskunni þar sem hægt er að skilja raksápuna, sjampó- og hárnæringarbrúsann eftir heima. Þ.e.a.s. hjá þeim sem enn eru að kaupa í plasti.
 2. Alhliða húðkrem frá Nathalie Bond er sjálfkrafa orðin staðalbúnaður hér á bæ í ferðalögum og allir fjölskyldumeðlimir nota það. Leysir fjöldann allan af kremum og snyrtivörum af hólmi. Virkar á sólarexem og flugnabit (slær um leið á kláða), sem raka- og dagkrem og er með SPF 5 sólarvörn, sem andlitshreinsikrem, handáburður og varasalvi. Bara þessi eina krukka leysir svo margar dollur af hólmi.
 3. Svitakrem. Litlu krukkurnar frá Naturlig Deo eru einfaldlega snilld á ferðalaginu þegar við erum alltaf að reyna að taka eins lítið með og hægt er. Litla krukkan dugar í allt að þrjár vikur og svo má bara einfaldlega kaupa stóra og fylla á þá litlu.
 4. Rakvél í hulstri. Já, margir vilja og/eða þurfa að raka sig á ferðalögum. Þá er gott að geta geymt rakvélina sína í ferðahulstri sem er sérstaklega hannað fyrir margnota rakvélina. Ferðasápuna frá Friendly má svo nota sem raksápu. Einfalt, þægilegt og plásslítið.
 5. Sápuhnetur í poka. Sumir kjósa að taka með sér nokkrar sápuhnetur í poka í ferðalagið til að skola úr fötum. Það er margt vitlausara en það. Og ef einhver er að vandræðast með annan bómullarpoka undir hneturnar má einfaldlega nota stakan sokk eða binda þær inn í gamlan vasaklút, ef þeir fyrirfinnast enn einhverstaðar.

  Á þennan lista vantar allavega tvennt sem við viljum vekja athygli á.
  Annars vegar er það margnota borðbúnaður þ.e.a.s. diska og skálar og jafnvel glös þó að minnst sé á ferðamálin hér ofar. Það er hins vegar auðvelt að verða sér úti um slíkt í staðin fyrir bunka af einnota pappaborðbúnaði. Líklega eiga flestir einhverskonar plastglös uppi í skáp og jafnvel skálar og diska sem taka má með og nota aftur og aftur.

  Hins vegar eru það blautþurrkur og eldhúsrúllur sem hvort tveggja er algjör óþarfi. Auðveldlega má útbúa klúta úr gömlum sængurverum, lökum, bolum eða öðru í hæfilega stóra búta sem nota má í stað einnota blautklúta og eldhúsbréfa. Sem blautklúta er hægt að hita vatn og nota svo ferðasápuna með. Eftir noktun er einfalt að setja klútinn í lítinn poka þangað til heim er komið og hægt að setja í þvottavél. Þessa klúta má líka nota sem eldhúsbréf til að þurrka sér um munn eða af litlum nebbum.

  Við þurfum ekki að gleypa allan heiminn í einum bita en bara eitt einnota kaffimál hjá hverjum og einum Íslending eru 360 þús. kaffimál. Það er dágóð hrúga!.

  Þess vegna segjum við, það sem þú gerir og það sem þú velur – skiptir máli.

  Njótið sumarsins.

  Til baka í fréttir