Vöruflokkur: Nathalie Bond - húð og heimili

Húðvörulínan frá Nathalie Bond er hönnuð og framleidd af hjónunum Andy og Nat Bond. Þegar fjölskyldan stækkaði kviknaði hjá þeim löngun og þörf fyrir að lifa einföldu og sjálfbæru lífi og til varð til þessi dásamlega, náttúrulega og eiturefnalausa húðvörulína.  Allar vörurnar eru blandaðar með það fyrir augum að velja sérstaklega innihaldsefni sem gagnast húðinni. Hugmyndafræðin á bak við vörurnar er að nota aðeins bestu mögulegu lífrænu og náttúrulegu innihaldsefni sem völ er á og ekkert annað.

Vörurnar eru án: pálmaolíu, SLS, parabena og kemískra litar- og ilmefna. Þær eru ekki prófaðar á dýrum og svo til allar vörurnar henta fyrir vegan.

Vörulínan samanstendur af sex ilmtegundum:

  • Bloom - Rose geranium og patchuli
  • Unwind - Lavender/lofnarblóm og bergamont
  • Glow - Sítrónugras
  • Sunshine - Bergamont, grapealdin og ylang ylang
  • Revive - Piparmyntu og eucalyptus
  • Gentle - Lyktarlaust fyrir viðkvæma húð, ófrískar konur og börn