Fréttir — Mistur

Móðir -jörð-, kona, meyja. Viðburður á vegum Misturs

Mistur umhverfisvænt Viðburður

Móðir -jörð-, kona, meyja. Viðburður á vegum Misturs

Sunnudaginn 12. maí, á sjálfan Mæðradaginn, stendur Mistur fyrir viðburði sem fengið hefur yfirskriftina Móðir-jörð-, kona, meyja. Á viðburðinum er ætlunin að flétta saman fyrirlestrum um heilsu og heilbrigði kvenna, ruslminni lífsstíl ásamt hugleiðingum um mikilvægi hreyfingar og jóga í dagsins önn. Í lok fyrirlestranna verður svo boðið uppá djúpslökun. Mistur verður vitanlega á staðnum og gefur gestum færi á að skoða þær umhverfisvænu vörur sem við höfum uppá að bjóða. Jafnframt fá gestir prufu af Bee’s wrap. (á meðan birgðir endast) Hér má finna viðburðinn á Facebook - og við hvetjum þig til að fylgjast með. Þeir sem fram koma...

Lesa meira →


Ný vinaleg vara hjá Mistur - Friendly sápur

Mistur umhverfisvænt

Ný vinaleg vara hjá Mistur - Friendly sápur

Það er með hreinni og góðri samvisku sem við kynnum nýja vinalega vöru til leiks í vefverslun okkar - Friendly soap. Þessar dásemdar eiturefnalausu sápur eiga uppruna sinn í litlu handverksfyrirtæki á Bretlandseyjum þar sem umhverfisvernd spilar stórt hlutverk. Hægt er að velja á milli andlitssápu, hand-og-kroppasápu, hársápu og detoxsápu. Sápurnar koma allar pakkaðar í kassa úr endurunnum pappír og hann má svo endurvinna aftur (nema hvað).  Það er augljós kostur að nota sápustykki og losna um leið við slatta af brúsum af baðherberginu. Hársápan, eins og allar sápurnar reyndar, er mjög þétt í sér og dugar því lengi og...

Lesa meira →


Jólaopnun í Mistur 9. desember

jólamarkaður Mistur Umhverfisvænar gjafir

Jólaopnun í Mistur 9. desember

Jólaopnun laugardaginn 9. desember frá kl. 11-16. Sjáumst.

Lesa meira →