Það er með hreinni og góðri samvisku sem við kynnum nýja vinalega vöru til leiks í vefverslun okkar - Friendly soap. Þessar dásemdar eiturefnalausu sápur eiga uppruna sinn í litlu handverksfyrirtæki á Bretlandseyjum þar sem umhverfisvernd spilar stórt hlutverk. Hægt er að velja á milli andlitssápu, hand-og-kroppasápu, hársápu og detoxsápu. Sápurnar koma allar pakkaðar í kassa úr endurunnum pappír og hann má svo endurvinna aftur (nema hvað).
Það er augljós kostur að nota sápustykki og losna um leið við slatta af brúsum af baðherberginu. Hársápan, eins og allar sápurnar reyndar, er mjög þétt í sér og dugar því lengi og hvert stykki getur dugað álíka lengi og allt að þrír sjampóbrúsar. Þrír!
Það er líka gaman að segja frá því að Friendly sápurnar eru skráðar og samþykktar hjá: The Vegan Society, Cruelty Free International og fá hæstu einkun hjá The Ethical Consumer.
Ef þig langar að skoða úrvalið af sápunum enn frekar geturðu smellt hér og skoðað.
Já, GJÖFIN!, auðvitað ekki gleyma henni. Í febrúar fylgir lítil sæt Friendly sápa með öllum pöntunum í vefverslun... eða allavega á meðan birgðir endast.
Smelltu hér til að skoða umhverfisvænar vörur í verslun.
Með löðrandi sápukúlu kveðjum :)