Jólaopnun í Mistur 9. desember

Ok, þá er það opinbert - við ætlum að blása til veislu! Nei, ok, kannski ekki beint veislu, en þó! ...og þér er boðið.   Laugardaginn 9. desember næstkomandi verður litla krúttlega hornið í skúrnum okkar opið fyrir gesti og gangandi og gefst fólki færi á að koma, skoða og kaupa vörurnar okkar.

Markmiðið er að hafa kósý og huggulegt og verður opið frá kl. 11-16. Við erum í Fannafold 6 í Grafarvogi og það eru allir velkomnir. 

Einnig ætlum við að bjóða þeim sem vilja að panta í vefverslun áður og koma svo þennan dag og sækja vörurnar. Athugið, þetta er tækifæri sem býðst ekki oft og því er um að gera að grípa gæsina. 

Hlökkum til að sjá þig.

Hér er svo viðburðurinn á Facebook ef þig langar að fylgjast með.  

Til baka í fréttir