Fréttir

Viltu sækja fyrir jól?

Viltu sækja fyrir jól?

Lesa meira →


Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu um helgina

Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu um helgina

Mistur býður fría heimsendingu á höfðuborgarsvæðinu á öllum pöntunum yfir 5000 kr. Þetta mun gilda fyrir þær pantanir sem berast frá fimmtudeginum 10. des. til og með sunnudeginum 13. des. Í lok pöntunar velur þú ,,Frí heimsending innan höfuðborgarsvæðisins..." og við komum vörunum þínum til þín.  Þeir sem frekar vilja sækja geta að vitaskuld gert það áfram og það er alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn, enda hefur heimsóknartíðnin stóraukist hér hjá okkur. Að sjálfsögðu sendum við áfram frítt út á land þegar pantað er fyrir 15. þús. eða meira, eins og alltaf.

Lesa meira →


Grænn og rafrænn afsláttur og afhendingarmáti því tengt.

Grænn og rafrænn afsláttur og afhendingarmáti því tengt.

Föstudaginn 27. nóvember og rafræna mánudaginn 30.nóvember verður 15% afsláttur af öllum okkar grænu og vænu vörum sem við erum svo stolt af. Það gleður okkur líka svo sannarlega að sífellt fleiri velja umhverfisvæna valkosti sem er svo dæmalaust gott upp á framtíðina að gera. Sækja eða senda? Við vekjum athygli á að ódýrasti sendingarmátinn er að fá sent í póstbox en þau má nú orðið finna víða um land og þú getur sótt á hvaða tíma sólarhringsins sem þér hentar.  Því næst er að sækja sjálfur á pósthúsið og dýrast er að fá heimsent, nema ef þú verslar fyrir...

Lesa meira →


Íslenskt endurunnið handverk

Íslenskt endurunnið handverk

Handverk úr endurunnu hráefni hefur lengi heillað okkur hér í Mistrinu, enda var grunnurinn að því sem Mistur er í dag lagður með því að endurvinna hráefni. Það er okkur því sérstakt ánægjuefni að kynna viðbætur við jólavörurnar okkar, íslenskt handverk úr hráefnum sem engin eða lítil not voru fyrir lengur.   Jólapokar Annars vegar er um að ræða handsaumaða margnota jólapoka sem leysa af hólmi oft á tíðum einnota jólapappír, því eins og margir vita þá er ekki hægt að endurvinna allan jólapappír. Heiðurinn af þessum jólapokum á Snjólaug Guðrún Sigurjónsdóttir - SOS - en hún hefur gefið gömlum jóladúkum og...

Lesa meira →


Glæný íslensk handsápa frá Sápufólkinu

Glæný íslensk handsápa frá Sápufólkinu

Við kynnum til sögunnar silkimjúka og glænýja handsápu, handgerða í 101 Reykjavík af Sápufólkinu. Fyrst um sinn er hægt að fá tvær tegundir af sápu og fyrst ber að nefna hreindýrasápuna. Já, þú last rétt - hreindýrasápu. Í þessari sápu er aðalhráefnið hreindýrafita sem kemur af austurlandi. Þetta hráefni hefur hingað til verið urðað og ekki nýtt í neitt og því einstaklega snjallt að fullvinna þetta eðalhráefni. Í hreindýrafituna er búið að blanda handtýndu blóðbergi af vestfjörðum og því má segja að sápurnar gerist ekki mikið íslenskari. Hreindýrasápan er u.þ.b. 90-100 gr. og er hverju og einu stykki handpakkað í...

Lesa meira →