Fréttir

Glæný íslensk handsápa frá Sápufólkinu

Glæný íslensk handsápa frá Sápufólkinu

Við kynnum til sögunnar silkimjúka og glænýja handsápu, handgerða í 101 Reykjavík af Sápufólkinu. Fyrst um sinn er hægt að fá tvær tegundir af sápu og fyrst ber að nefna hreindýrasápuna. Já, þú last rétt - hreindýrasápu. Í þessari sápu er aðalhráefnið hreindýrafita sem kemur af austurlandi. Þetta hráefni hefur hingað til verið urðað og ekki nýtt í neitt og því einstaklega snjallt að fullvinna þetta eðalhráefni. Í hreindýrafituna er búið að blanda handtýndu blóðbergi af vestfjörðum og því má segja að sápurnar gerist ekki mikið íslenskari. Hreindýrasápan er u.þ.b. 90-100 gr. og er hverju og einu stykki handpakkað í...

Lesa meira →


11.11. 2020

11.11. 2020

Miðvikudaginn 11.11. 2020 verður 15% afsláttur af öllu hjá okkur í vefverslun og um að gera að grípa gæsina og nálgast þær umhverfisvænu vörur sem við höfum uppá að bjóða. Engin biðröð hjá okkur og þú tekur bara það pláss sem þú vilt við tölvuna þína. Afslátturinn virkjast í lok pöntunar þegar kóðinn 11.20 er sleginn inn í þar til gert svæði.  Hægt verður að koma og sækja til okkar á fimmtudeginum 12.11 frá kl. 16 -19 og tökum við á móti ykkur vopnuð grímu og dásamlegu handspritti frá Nathalie Bond. Ef einhver kemst ekki á þessum tíma, finnum við...

Lesa meira →


Hugmynd að jólagjafainnpökkun

Hugmynd að jólagjafainnpökkun

Við fengum senda svo skemmtilega hugmynd frá einum af okkar góðu viðskiptavinum að við einfaldlega urðum að fá að fjalla aðeins um hana.  Þessi ætlar að gefa góðar og umhverfisvænar jólagjafir en er ekki alveg viss um hvort viðtakendur geri sér almennilega grein fyrir hvað um ræðir og hvernig á að nota hlutina. Hún brá þá á það ráð að prenta út leiðbeiningar og upplýsingar af síðunni okkar um vörurnar og notar sem gjafapappír.  Okkur finnst þetta alveg þjóðráð því að með þessu ertu að smita útfrá þér og kynna umhverfisvænni vörur fyrir þínum nánustu og benda þeim á hvað...

Lesa meira →


Hvernig þrífur maður Bee's Wrap?

Hvernig þrífur maður Bee's Wrap?

Í framhaldi af kynningu á nýju vegan matvælaörkunum frá Bee's Wrap höfum við fengið fyrirspurnir um hvernig best sé að þrífa arkirnar. Sömu leiðbeiningar eiga við bæði venjulegar Bee's Wrap og vegan útgáfuna.  Við sjáum þetta gjarnan fyrir okkur í þremur mismunandi stigum sem miðast við hversu óhrein örkin / klúturinn er. 1. Ef örkin hefur verið notuð undir þurrvöru eins og flatkökur, brauð, skonsur eða sambærilegt er oft nóg að strjúka af örkinni með rakri tusku og leggja til þerris. 2. Ef örkin hefur t.d. verið notuð utan um ost, salathaus eða yfir skál með matarafgöngum og eitthvað komið á hana er...

Lesa meira →


Lavender svitakremið frá Naturlig Deo vinnur til verðlauna

Lavender svitakremið frá Naturlig Deo vinnur til verðlauna

Naturlig Deo svitakremið með lavenderilminum vann Nordic Natural Beauty Awards.

Lesa meira →