Grænn og rafrænn afsláttur og afhendingarmáti því tengt.

Föstudaginn 27. nóvember og rafræna mánudaginn 30.nóvember verður 15% afsláttur af öllum okkar grænu og vænu vörum sem við erum svo stolt af. Það gleður okkur líka svo sannarlega að sífellt fleiri velja umhverfisvæna valkosti sem er svo dæmalaust gott upp á framtíðina að gera.

Sækja eða senda?

Við vekjum athygli á að ódýrasti sendingarmátinn er að fá sent í póstbox en þau má nú orðið finna víða um land og þú getur sótt á hvaða tíma sólarhringsins sem þér hentar. 

Því næst er að sækja sjálfur á pósthúsið og dýrast er að fá heimsent, nema ef þú verslar fyrir 15 þús. kr. eða meira hjá okkur, því þá sendum við frítt heim.

Ef þú vilt sækja verðum við með aukna viðveru núna á meðan á þessum dögum stendur. Þú getur komið og sótt til okkar í Fannafold 6 (brúnt einbýli) Grafarvogi,  eftirtalda dag. 

Laugardaginn 28. nóv. frá kl. 14-16

Mánudaginn 30. nóv. frá kl. 16-19

Þriðjudaginn 1. des. frá kl. 16-19

Ef enginn af þessum tímum hentar þá finnum við bara annan tíma.


Eldri færslur Yngri færslur