Fréttir

Fimm ástæður fyrir því að nota Friendly soap

Fimm ástæður fyrir því að nota Friendly soap

Friendly soap, sápurnar okkar koma frá litlu handverksfyrirtæki í Bretlandi sem framleiðir sápustykkin með hreinni samvisku með það að markmiði að hafa sem minnst skaðleg áhrif á náttúruna og hægt er.Okkur langar því að benda á fimm ástæður fyrir því af hverju sápustykkin séu frábær kostur, bæði fyrir þig og umhverfið. 1. Umbúðirnar um sápustykkin eru litlar sem engarÞar sem sápurnar eru í stykkjum en ekki fljótandi krefjast þær engra plastbrúsa! Einu umbúðirnar eru litlar pappaumbúðir sem eru úr endurunnum pappa sem auðveldlega er hægt að endurvinna aftur.2. Sápurnar endast lengurEf rétt er hugsað um sápustykkin geta þau endst alveg...

Lesa meira →


Vottanir og umhirða - Brush with bamboo

Vottanir og umhirða - Brush with bamboo

Um Brush with Bamboo tannburstana Frá upphafi hafa tannburstarnir okkar verið úr 100% lífrænum bambus en núna er gaman að segja frá því að í höfn er vottun frá CERES í Þýskalandi svo þú getur treyst því 100% að burstarnir séu lífrænir. Bambusinn vex við náttúrulegar aðstæður og engin eiturefni eru notuð, hvar sem er í framleiðsluferlinu. Frá því að Brush with bamboo fór af stað fyrir rúmum sex árum hafa burstarnir verið í stöðugri þróun með það fyrir augum að bjóða ávallt umhverfisvænustu og bestu lausnina sem völ er á hverju sinni.  Til að tryggja öryggi fara tannburstarnir okkar...

Lesa meira →


Vinningshafi í póstlistaleik Misturs vegna Plastlauss septembers

Vinningshafi í póstlistaleik Misturs vegna Plastlauss septembers

Plastlaus september var settur í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og er þetta í annað skiptið sem átakið fer í gang. Markmiðið með átakinu er að vekja fólk til umhugsunar um alla þá gengdarlausu plastnotkun sem viðhefst dags daglega og vekja um leið athygli á þeim fjölmörgu úrræðum sem í boði eru til að daga úr plastnotkun.  Umhverfisráðherra setti átakið og í kjölfarið fylgdu áhugaverðir fyrirlestrar. Einnig var gríðarstór markaður með umhverfisvænar og plaslausar vörur og þar vorum við með breytt vöruúrval sem jafnframt má sjá hér á síðunni okkar. Síðustu daga höfum við einnig verið að hvetja fólk til að...

Lesa meira →


Lokaverkefni um plastleysi í Árbæjarskóla

Um daginn fengum við skemmtileg skilaboð í gegnum Facebook síðuna okkar. Þau voru frá nokkrum stelpum í Árbæjarskóla, þeim Kötlu, Katrínu og Lóu sem voru að undirbúa lokaverkefni í náttúrufræðiáfanga. Plastið var tekið fyrir og þær tóku þann pól í hæðina að stofna plastlausa verslunarkeðju hér á Íslandi. Mjög þarft verkefni og þarna kynntu þær ýmsa valkosti sem fólk hefur í dag til að minnka plastnotkun.  Eins og þær sögðu í skilaboðunum þá komu þessir valkostir allir frá Mistur; Uppþvottaburstar, samlokupokar, Bee's wrap og tannburstar svo eitthvað sé nefnt en þetta eru einmitt svo auðveld fyrstu skref í að skipta...

Lesa meira →


Takk fyrir komuna á Umhverfishátíð

Takk fyrir komuna á Umhverfishátíð

Bara örstutt takk til ykkar sem lituð við hjá okkur í Norræna húsinu á Umhverfishátiðina nú um helgina. Mikið afskaplega var gaman að sjá ykkur öll. Suma náði maður voða lítið að tala við en aðra meira eins og gengur og gerist, en allir á sömu leið, þ.e. að minnka sóun og plastnotkun.  Mér flaug það í hug núna áðan að gaman hefði verið að sjá hrúguna af plasttannburstum, pokum, filmum, sápu- sjampóbrúsum, sogrörum, brúsum og bollum sem leyst voru af hólmi nú um helgina. Það hefði án efa verið stór hrúga, RISAstór hrúga. Í stað alls þessa plasts á nú...

Lesa meira →