PATCH

Það er okkur sérstök ánægja að opinbera loks að við höfum hafið sölu og dreifingu á PATCH umhverfisvænum bambusplástrum, en við hittum ,,Patch-arana" fyrst í febrúar í fyrra.

PATCH er ástralskt vörumerki og hugarfóstur James Dutton stofnanda PATCH ...já og föður. Saga hans er sú að hann tók eftir því að Charlie sonur hans, sýndi ofnæmisviðbrögð við hefðbundnum plástrum og hóf að kanna málið. Það sem hann komst að var að í hefðbundnum plástrum eru kynstrin öll af ertandi efnum sem geta valdi ofnæmi. Það sem meira er, sonur hans var ekki einn um að sýna þessi viðbrögð en allt að 25% mannkyns fá ofnæmiseinkenni af notkun hefðbundins plástur.

PATCH er eins og áður sagði framleiddur úr bambustrefjum án allra ertandi aukaefna, plasts, sílikons eða latex. Læknar um allan heim mæla sérstaklega með PATCH fyrir þá sem hafa viðkvæma húð. PATCH andar vel sem gerir það að verkum að loft leikur um húðina undir plástrinum, hann er mjúkur og teigjanlegur.

Plásturinn er ekki prófaður á dýrum, hentar vegan og síðast en ekki síst brotnar hann niður í náttúrunni án þess að skilja eftir sig óæskileg efni. (Sjá myndband) Umbúðirnar eru jafnframt umhverfisvænar og endurvinnanlegar.

Vörulína PATCH saman stendur af fjórum útfærslum af plástri.

  • Náttúrulegur - hefðbundinn plástur fyrir minniháttar skrámur. Litur á plástri - ljós brún/beige
  • Með kókosolíu - Þessi er sérstaklega hugsaður fyrir ungar ofurhetjur þar sem allt verður betra um leið og búið er að setja plástur á ó-ó-ið og hægt er að halda áfram með leikinn. Í grisjunni er kókosolía sem bæði róar og sefar unga og viðkvæma húð. Litur á plástri - hvítur með myndum af pandabirni.
  • Með aloe vera - í þennan er búið að setja aloe vera þykkni í grisjuna en aloe vera er náttúrulega græðandi efni og hentar því vel á smávægileg brunasár eða blöðrur. Litur á plástri - brúnn
  • Með virkjuðum kolum - kol hafa í áraraðir verið notuð í ýmsum læknisfræðilegum tilgangi og er því ekki að ástæðulausu að þau sé að finna í grisjunni. Kolin hjálpa til við að soga óhreinindi úr sárum t.a.m. eftir bit eða flís og hjálpa þannig líkamanum að verjast frekari sýkingum. Litur á plástri - svartur.

Í hverjum stauk eru 25 stk. 

Ef einhverjir gera sér grein fyrir því hversu áríðandi það er fyrir okkur að skipta yfir í umhverfisvænni lífsstíl eru það Ástralarnir. Afleiðingar mengunar er sýnileg út um stofugluggann hjá þeim (svona næstum) en þeir fylgjast vanmáttugir með kóralrifinu mikla deyja hægt og rólega, en gera hvað þeir geta.

Við hér hjá Mistur fögnum því svo sannarlega að geta boðið upp á enn einn umhverfisvæna valkostinn í hinu daglega lífi og minnum á að við getum öllu lagt lóð á vogarskálarnar. Það geta ekki allir gert allt, en allir geta gert eitthvað. 

 

Til baka í fréttir