Fréttir

Náttúrulegar, umhverfisvænar og vegan snyrtivörur frá Lamazuna

Eyrnapinnar hársápa vegan

Náttúrulegar, umhverfisvænar og vegan snyrtivörur frá Lamazuna

Við kynnum með stolti nýtt vörumerki hér hjá okkur í Mistur en það ber heitið Lamazuna og er franskt. Lamazuna býður upp á vandaðar, vegan, rusl fríar vörur framleiddar í Frakklandi þar sem notuð eru náttúruleg hráefni úr lífrænum búskap. Slagorðin ,,Slow cosmetics" bera vott um framleiðsluferli varnanna hvort sem við á um náttúrulega samsetningu þeirra eða aðra umhverfisþætti.  Til að byrja með tókum við í Mistur inn hársápur, tannkrem - bæði fyrir börn og fullorðna og svo rúsínuna í pylsuendanum en það eru margnota Oriculi eyrnapinnarnir eða sköfurnar. Í hársápunum má finna tegundir ýmist með eða án ilmkjarnaolíum og fyrir...

Lesa meira →


Mistur styrkir Bláa herinn 2020

Mistur styrkir Bláa herinn 2020

Í fyrra í tilefni af 50 ára afmælis Landverndar og 5 ára afmælis okkar hér í Mistur létum við loks fimm ára gamlan draum rætast, en það var að styrkja starfsemi Landverndar. Allt árið í fyrra lögðum við til hliðar 1% af allri sölu sem renna átti til Landverndar. Við óskuðum eftir því að styrkurinn myndi renna í þágu Hálendis Íslands en þangað förum við frekar mikið á sumrin og sjáum vel hversu mikla vernd þetta annars stórbrotna og viðkvæma landssvæði þarfnast.  Tilfinninginn sem fylgdi þessum styrk var góð og því var ákveðið að halda áfram á þessari braut þetta...

Lesa meira →


Jólakveðja

Jólakveðja

Við tökum á móti jólunum með gleði og frið í hjarta og vonum að það eigi einnig við hjá þér. Í ár eru jólaglaðningar frá okkur í formi samfélagslegra verkefna og það verður að segjast að það gladdi okkur nú á aðventunni að fá tækifæri til að styðja við þarft verkefni hér innanlands sem við gerðum með glöðu geði og þakklæti fyrir að vera beðin. Myndin hér á jólakortinu er af pökkunum sem við útbjuggum af því tilefni.Eins munum við nú um áramótin láta 1% af allri sölu þetta árið renna til Landverndar til að styðja við það mikilvæga starf...

Lesa meira →


Umhverfisvænni innpökkun

Umhverfisvænni innpökkun

Það getur stundum verið dálítið erfitt að vilja vera umhverfisvænn en heillast samt mikið af fallegum jólapappír og jólamerkimiðum, pakkaböndum og öðru sem skreytir og gerir jólapakka fallega. Það höfum við reynt á eigin skinni í mörg ár.  Það er hins vegar vel hægt og meira að segja mjög auðvelt að vera umhverfisvænni þegar kemur að þessum atriðum í kringum jólin.  Hjá okkur hér í Mistur má finna nokkra hluti sem hjálpa til við að vera umhverfisvænni og má þar nefna margnota umbúðir sem búnar eru til úr endurunnum PET flöskum, jólapakkabönd úr hör og pakkaskraut - tréskífur sem skornar...

Lesa meira →


Opið mánudagana 9. og 16. desember

Opið mánudagana 9. og 16. desember

Mánudagana 9. og 16. desember verður opið hjá okkur í Mistur og þú ert velkomin/nn að kíkja í litla afdrepið okkar sem er í Fannafold 6. Með þessu viljum við koma til móts við þá sem vilja koma og sjá vörurnar okkar, spjalla og kynnast okkur örlítið betur nú og svo er líka gott að vita af ákveðnum opnunartíma þar sem hægt er að sækja það sem pantað hefur verið í vefverslun. Annars er það nú yfirleitt lítið mál þar sem við finnum bara tíma sem hentar öllum. Hlökkum til að sjá ykkur :)

Lesa meira →