Fréttir

Örlítið um krumpuðu umbúðirnar okkar.

Örlítið um krumpuðu umbúðirnar okkar.

Birgjarnir okkar eru í flestum tilfellum svipað þenkjandi og við og nota aðeins í undantekningar tilfellum plast (bóluplast) í sendingar sínar til okkar. Þess í stað nota þeir pappír til að stífa vörur af og fylla upp í tómarúm í kössum ef eitthvað er, þú veist, þar sem bóluplast er/var gjarnan notað.    Þetta er sem sagt skýringin á því hvers vegna pappírinn sem varan er yfirleitt afhent í er krumpaður. Þennan pappír höfum við nýtt óspart sem umbúðir utan um sendingarnar okkar. Við reynum að slétta hann svona lauslega en lítil áhersla er lögð á að slétta hann alveg, meira...

Lesa meira →


Mistur á Matarmarkaður Búrsins í Hörpunni helgina 3. og 4. mars 2018

Bara örstutt, en við verðum á Matarmarkaði Búrsins í Hörpunni 3. og 4. mars með matar og eldhústengdu vörurnar okkar. Með öðrum orðum þá verðum við með Bee's wrap, sogrör bæðí úr stáli og bambus og bursta til að þrífa þá, bambusbolla, geggjuðu stálbrúsana okkar sem halda bæði heitu og köldu, burðarpoka til að koma matvælum heim úr búðinni, uppþþvottaburstana og tannbursta svo eitthvað sé nefnt. Það yrði svo gaman að sjá þig, en markaðurinn verður opin frá kl. 11-17 bæði laugardag og sunnudag. Já og við erum alveg innst inni í kósí horni.

Lesa meira →


Naturlig deo - ný vara hjá Mistur

Deo umhverfisvænt

Naturlig deo - ný vara hjá Mistur

…Já, enn dregur til tíðinda hjá okkur í Mistur. Nú erum við svo lukkuleg að geta státað okkur af sænsku verðlauna svitakremi. Já, þú last rétt, verðlauna svitakrem, ekkert minna takk fyrir. En hvernig kom það nú til? Það gerðist þannig að hún Guðrún hringdi í okkur og sagði sínar farir ekki sléttar. Hún hefði kynnst svo æðislegu svitakremi í Svíþjóð sem virkaði svo rosalega vel. En nú væri það búið og hún var í standandi vandræðum með að útvega sér þetta geggjaða krem, hvort við gætum eitthvað gert? Þetta fannst okkur hreinlega æðislegt og finnst æðislegt. TAKK Guðrún fyrir...

Lesa meira →


Ný vinaleg vara hjá Mistur - Friendly sápur

Mistur umhverfisvænt

Ný vinaleg vara hjá Mistur - Friendly sápur

Það er með hreinni og góðri samvisku sem við kynnum nýja vinalega vöru til leiks í vefverslun okkar - Friendly soap. Þessar dásemdar eiturefnalausu sápur eiga uppruna sinn í litlu handverksfyrirtæki á Bretlandseyjum þar sem umhverfisvernd spilar stórt hlutverk. Hægt er að velja á milli andlitssápu, hand-og-kroppasápu, hársápu og detoxsápu. Sápurnar koma allar pakkaðar í kassa úr endurunnum pappír og hann má svo endurvinna aftur (nema hvað).  Það er augljós kostur að nota sápustykki og losna um leið við slatta af brúsum af baðherberginu. Hársápan, eins og allar sápurnar reyndar, er mjög þétt í sér og dugar því lengi og...

Lesa meira →


Gleðilegt ár

Gleðilegt ár

Jæja kæru vinir, það er nú ekki seinna vænna en að segja gleðilegt nýtt ár og okkar allra bestu þakkir fyrir síðustu ár. Á síðust misserum hefur orðið ótrúlegur viðsnúningur í vitundarvakningu almennings þegar kemur að umhverfismálum og þá kannski helst í tengslum við allt ruslinð sem fer frá heimilum okkar. Hér hjá Mistur höfum við kappkostað að bjóða upp á valmöguleika til að auðvelda öllum að lifa umhverfisvænni lífsstíl og höfum svo sannarlega séð og fundið áhugann vaxa.  Og vitið þið, það er svo dásamlegt að verða vitni að þessu. Það getur alveg verið smá átak að breyta. Við mælum með að...

Lesa meira →