Vegafiber vegan burstalína

Við eru bæði glöð og stolt að kynna til sögunnar Vegafibre burstana frá Keller.

Vegafibre burstarnir eru lína sem samanstendur af hárbursta, velllíðunar nuddbursta og andlitsbursta. Þeir eiga það sameiginlegt að vera með náttúrulegum og einstökum burstahárum. Allir burstahlutarnir eru reyndar af náttúrulegum uppruna og innihalda engar dýraafurðir.
Burstahárin sem notuð eru í burstana eru úr nýstrárlegum þráðum búnum til með sellulósa og fela í sér háþróaða og krefjandi framleiðsluaðferð þar sem ferlið gerir þráðunum kleift að sameina ákveðna eiginleika. Sem dæmi hafa gagnlegir eiginleikar íslenskra þörunga verið felldir inn í hárin á vellíðunar nuddburstanum. Í andlitsburstanum er svo búið að líkja eftir eiginleikum geitahára. 

Fyrri myndin er af vellíðunarburstanum og sú síðari af andlitsburstanum. 

  

Burstahárin eru úr endurnýjanlegum auðlindum, niðurbrjótanleg og órafmögnuð. Viðurinn í burstunum er hitameðhöndlað beyki.

Þessi nýju burstahár ætti að forma mjúklega í sína upprunalegu lögun eftir notkun. Kröftugt nudd með nuddburstanum, andlitsburstanum eða hárburstanum getur orðið til þess að hárin missi lögun sína. Þetta hefur þó ekki áhrif á einkenni eða gæði burstanna heldur eru þetta einfaldlega náttúruleg tilhneiging burstaháranna.

Eins og á við um alla aðra bursta ættu að Vegafibre burstarnir að fá að þorna í rólegheitum við lofthita með burstahárin vísandi niður. Þurrkið bursta aldrei á ofni.
Burstarnir koma í endurvinnanlegum pappaöskjum.

Til baka í fréttir