Fréttir

MISTUR Á JÓLAMARKAÐI Í GUFUNESBÆ 4.DESEMBER

Við ætlum að taka þátt í jólamarkaði sem haldinn verður í Grafarvogi annan sunnudag á aðventu, þann 4. desember nk. frá kl. 13-17. Markaðurinn verður í hlöðunni við Gufunesbæ og aðeins þetta eina skipti þetta árið. Gaman er að segja frá því að við ætlum að kynna til leiks nýjar vörur sem við vorum að fá og þegar þetta er skrifað er alls óvíst að þær verði komnar hér inn á síðuna. Þess vegna væri gaman, ef þú kíkir á markaðinn, að þú myndir líta við hjá okkur, sjá nýju vörurnar og segja okkur hvernig þér líst á. Hér geturður fundið viðburðinn...

Lesa meira →


FRÍ HEIMSENDING INNANLANDS Í NÓVEMBER

Nú í nóvember bjóðum við þeim sem panta í vefverslun okkar fría heimsendingu innanlands á öllum vörum Misturs. Það þýðir smábækurnar, Skinnur, gestabókina með roðinu, myndir og síðast en ekki síst Bee's wrap matvælaarkirnar er hægt að fá sendar heima að dýrum án þess að greiða undir flutning. Það er því ekki úr vegi að leiða hugann að því hverjir á jólagjafalistanum myndu vilja íslenskt handverk í pakkann í ár, ýmist til nytja eða sem skraut. Vert er að benda á að bæði bækurnar og myndirnar eru mjög léttar og fara vel í pökkum og því stórsniðugar gjafir til vina og viðskiptavina erlendis. Eins gæti verið snjallt að...

Lesa meira →


TVÆR NÝJAR TEGUNDIR FRÁ BEE'S WRAP

Það er gaman að segja frá því að nú hefur Bee's Wrap, matvælaarkafjölskyldan okkar stækkað enn frekar því við höfum bætt við tveimur nýjum pakkningum. Annars vegar er komin nýr litur í eina vinsælustu Bee's Wrap vörutegundina, þriggja arka pakkninguna. Fjólubláar arkir með smáramunstri. Sumum gæti þótt gott að vera með einn lit undi ávexti og annan undir grænmeti eða osta og aðgreina þannig enn frekar.  Hins vegar er um að ræða samlokuarkirnar þar sem boðið er upp á tvær samlokuarkir í einum pakka, en sitthvort munstrið á hvorri örk fyrir sig í pakkanum. Hægt er að velja milli þriggja munsturpakka. Blátt -...

Lesa meira →


UMHIRÐA BEE'S WRAP

Eftir notkun á Bee's wrap er gott að skola eða þvo örkina með köldu eða örlítið volgu vatni. Stundum gæti jafnvel verið nauðsynlegt að nota milt sápuvatn til að ná óhreinindum. Svo er bara að láta örkina þorna á t.d. með því að hengja hana upp á snúru eða láta hana þorna í rólegheitum. Varist að nota of heitt vatn því þá bráðnar vaxið og líftími arkarinnar styttist. Ef örkin fer ekki strax í notkun aftur, er tilvalið að brjóta hana saman og geyma á vísum stað fram að næstu notkun.

Lesa meira →


BEE'S WRAP - NÝ VARA HJÁ MISTUR

Náttúrulegur valkostur í stað plastfilmu til geymslu á matvælum.   Það er einstaklega gaman að segja frá því að við höfum tekið í sölu Bee’s Wrap. Bee’s Wrap eru arkir sem framleiddar eru úr lífrænt ræktaðri bómull, býflugnavaxi úr sjálfbærri framleiðslu, lífrænni jójóbaolíu og trjákvoðu. Saman gera þessi efni það að verkum að hægt er að nota arkirnar í stað plastfilmu til að vernda og geyma matvæli. Þú einfaldlega finnur þá stærð sem hentar því sem þú ætlar að geyma, notar ylinn í lófundum til að ,,líma” filmuna niður og þegar örkin kólnar helst hún þannig. Einnig er hægt að...

Lesa meira →