Fréttir

TANNBURSTI ÚR BAMBUS = BAMBURSTI

Það er satt að segja merkilegt að svo smár og algengur hlutur sem tannburstinn er hafi eins mikil umhverfisleg áhrif og raun ber vitni. Skv. heimasíðu Brush with Bamboo eru árlega framleiddir 4,7 billjón tannburstar úr plasti. Þar af nota Bandaríkin um eina billjón tannbursta sem samsvarar um 25 milljónum tonna af plasti sem fer í ruslið og taka pláss sem landfyllingarefni.* Það er okkur hjá Mistur því sönn ánægja að kynna til leiks tannbursta sem framleiddir eru úr bambus. Við ákváðum að kalla hann bambursta til að aðgreina hann frá hinum hefðbundna plast tannbursta. Handfangið á bamburstanum er úr...

Lesa meira →


STALDRAÐ VIÐ Á TÍMAMÓTUM - LOOKING BACK... AND FORWARD

(English below) Það má með sanni segja að áramótin séu varða þar sem margri staldra við, líta yfir farinn veg og skipuleggja það sem framundan er. Það er vissulega líka þannig hér á bæ. Það ár sem nú er að renna sitt skeið var mjög viðburðaríkt og markaði tímamót í starfsemi okkar. Bækurnar okkar og myndirnar hafa um langt skeið lagt grunninn að starfseminni og þannig gert okkur kleift að auka við vöruúrvalið með því að flytja inn þó nokkuð margar vörutegundir sem hjálpa til við að draga úr sóun. Auk þess fór alvöru vefverslun okkar í loftið á árinu...

Lesa meira →


MISTUR Á JÓLAMARKAÐI Í GUFUNESBÆ 4.DESEMBER

Við ætlum að taka þátt í jólamarkaði sem haldinn verður í Grafarvogi annan sunnudag á aðventu, þann 4. desember nk. frá kl. 13-17. Markaðurinn verður í hlöðunni við Gufunesbæ og aðeins þetta eina skipti þetta árið. Gaman er að segja frá því að við ætlum að kynna til leiks nýjar vörur sem við vorum að fá og þegar þetta er skrifað er alls óvíst að þær verði komnar hér inn á síðuna. Þess vegna væri gaman, ef þú kíkir á markaðinn, að þú myndir líta við hjá okkur, sjá nýju vörurnar og segja okkur hvernig þér líst á. Hér geturður fundið viðburðinn...

Lesa meira →


FRÍ HEIMSENDING INNANLANDS Í NÓVEMBER

Nú í nóvember bjóðum við þeim sem panta í vefverslun okkar fría heimsendingu innanlands á öllum vörum Misturs. Það þýðir smábækurnar, Skinnur, gestabókina með roðinu, myndir og síðast en ekki síst Bee's wrap matvælaarkirnar er hægt að fá sendar heima að dýrum án þess að greiða undir flutning. Það er því ekki úr vegi að leiða hugann að því hverjir á jólagjafalistanum myndu vilja íslenskt handverk í pakkann í ár, ýmist til nytja eða sem skraut. Vert er að benda á að bæði bækurnar og myndirnar eru mjög léttar og fara vel í pökkum og því stórsniðugar gjafir til vina og viðskiptavina erlendis. Eins gæti verið snjallt að...

Lesa meira →


TVÆR NÝJAR TEGUNDIR FRÁ BEE'S WRAP

Það er gaman að segja frá því að nú hefur Bee's Wrap, matvælaarkafjölskyldan okkar stækkað enn frekar því við höfum bætt við tveimur nýjum pakkningum. Annars vegar er komin nýr litur í eina vinsælustu Bee's Wrap vörutegundina, þriggja arka pakkninguna. Fjólubláar arkir með smáramunstri. Sumum gæti þótt gott að vera með einn lit undi ávexti og annan undir grænmeti eða osta og aðgreina þannig enn frekar.  Hins vegar er um að ræða samlokuarkirnar þar sem boðið er upp á tvær samlokuarkir í einum pakka, en sitthvort munstrið á hvorri örk fyrir sig í pakkanum. Hægt er að velja milli þriggja munsturpakka. Blátt -...

Lesa meira →