Fyrsti viðburðurinn sem Mistur stendur fyrir...

...fór fram í dag, sunnudaginn 12. maí á Mæðradaginn, enda bar viðburðurinn yfirskriftina ,,Móðir-jörð, kona, meyja" Markmiðið með viðburðinum var að vera með fræðslu sem bæði tengdist mæðrum og umgengni við Móður jörð og kynna í leiðinni nokkrar umhverfisvænar vörur sem Mistur er með.
Tveir fyrirlesaranna voru að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi og stóðu sig báðir með stakri prýði. Egló Hlín Guðlaugsdóttir reið á vaðið með fræðsluerindi sem hún nefndi ,,Þarfir kvenna í tíðahringnum" þar sem hún fjallaði um næringu kvenna og bætiefnabúskap. Líklega voru gestir hvað ánægðastir með að heyra hvað súkkúlaði býr yfir miklum bætiefnum.
Næst var það Amanda da Silva Cortes sem fjallaði um ,,Ruslminni lífsstíl". Hún kom með marga góða punkta og hugmyndir að því hvernig við getum dregið úr rusli og minnkað neyslu. 
Regína Kristjánsdóttir jógakennari kom þar næst og stiklað á stóru varðandi mikilvægi hreyfingar og sagði frá hve áhrifaríkar jógaæfingar eru í hinu daglega amstri.
Til stóð að taka jafnframt nokkrar jógateygjur í leiðinni en sökum tímaskorts var þeim sleppt og þess í stað leiddi Andrea Margeirsdóttir,einnig jógakennari gesti í dásamlega djúpslökun. Því miður náðist ekki mynd af henni þar sem ,,fréttamaður" steinlá í djúpri slökun um leið. 
Frábær dagur í frábærum félagsskap í sal sem hélt vel utan um þátttakendur og gaf frá sér góða orku. Við hefðum vissulega viljað sjá fleiri gesti en erum þakklát og glöð eftir daginn og góðar umræður. 

Eldri færslur Yngri færslur