Nuud - svitakrem

Nuud er ný vara hjá okkur sem við vorum beðin um að athuga með fyrir skömmu og svona gerist það bara, nú er það til hjá okkur. 

Nuud svitakremið er byltingarkennt svitakrem með míkró silfurögnum og inniheldur engin skaðleg efni, hvorki fyrir þig né umhverfið. Einstaklega drjúgt og dugar í 3-7 daga í senn sem þýðir með öðrum orðum að það dugar að bera það á sig 1x-2x í viku. 

Tvær tegundir, eða öllu heldur pakkningar eru í boði. Annars vegar 15 ml. túpa sem hentugt er að kaupa til að prufa kremið, enda kalla framleiðendur það ,,Starterpack" og hins vegar er það ,,Smarterpack" Sú pakkning er með tveimur 20 ml. túpum og ein túpa dugar í allt að 10 vikur.

Notkun:

Kreistu kremið úr túpunni, svona eins og lítila baun og berðu í handakrikann og dreifðu vel úr. Sitthvor bauninn í sitthvorn handakrikann. Sumir nota minna magn en þetta og eðlilegt að þörfin sé einstaklingsbundin. Svo metur þú hvenær þú þarft að bera á þig aftur, en kremið dugar frá allt að 2-3 sólahringum og upp í sjö sólarhringa. 

Umbúðirnar 

Eru úr sykurreyr og niðurbrjótanlegum pappa (fyrir utan tappan á túpunni sem er úr plasti á meðan leitað er annara lausna, sykurreyrinn var ekki að henta)

Innihaldsefni:

Í Nuud eru tíu hráefni sem lesa má um hér á eftir.

1. Hreint silfur.

Silfur kemur í öllum stærðum og gerðum. Oft á tíðum eru silfurlausnir eða silfur agnir svo smáar að þær komast í yfirborð húðarinnar (nano silfur). Nuud notar mun stærri agnir, míkró agnir sem komast ekki inn í húðina. Silfrið sem Nuud notar er ekki silfurlausn, heldur 99,9 % hreint silfur.

Hvernig virkar það?
Silfur hefur náttúruleg bakteríu drepandi áhrif og heldur því aftur af bakteríum.

Afhverju er það í Nuud?
Til að halda aftur af þeim bakteríum sem mynda svitalykt og koma þannig í veg fyrir hana.

----

2. Kókosolía

100% hrein náttúruafurð úr kókosolíu.

Hvernig virkar það?
Olía leysist ekki upp í vatni og hún gerir það auðvelt að bera kremið á sig.

Afhverju er það í Nuud?
Kókosolían kemur í veg fyrir að Nuud leysist upp í vatni (baði-sturtu) eða svitanum. Auk þess hjálpar það til við að halda húðinni þinni mjúkri.

----

3. Laxerolía

Þetta innihaldsefni kemur frá plöntunni Ricinus communis, sem er betur þekkt sem castor oil plant og frá fræjum hennar fáum við laxerolíuna. Maðurinn hefur notað laxerolíuna í árþúsundir og sem dæmi þá hafa fundist fræ af plöntunni í gröfum í Egyptalandi frá því 4000 fK.

Hvernig virkar hún?
Olía leysist ekki upp í vatni og hún gerir það auðvelt að bera kremið á sig.

Afhverju er það í Nuud?
Laxerolían kemur í veg fyrir að Nuud leysist upp í vatni (baði-sturtu) eða svitanum. Auk þess hjálpar það til við að halda húðinni þinni mjúkri.

----

4. Sinkoxið

Hvað er það?
Sinkoxíð er fengið með því að hita sink þannið að eftir situr hreint hvít duft.

Hvernig virkar það?
Sink tryggir að húðin sé nægilega hrein auk þess sem það verndar hana. Þess vegna er það oft notað í barnavörur af ýmsu tagi.

Afhverju er það í Nuud?
Til að Nuud virki sem skyldi er mikilvægt að húðin sé hrein. Þá virka virku innihaldsefnin best.

----

5. Möndluolía

Hvað er það?
Olía frá möndlutrénu (Prunus Dulcis, áður þekkt sem Prunus amygdalus) Plantan er skyld rósafjölskyldunni og er lítið laufgrænt tré sem ber ávöxt sem heitir mandla.

Hvernig virkar það?
Möndluolían er rík af ómettuðum fitusýrum eins og olíusýru og linólsýru sem gera olíuna sérstaklega góða fyrir húðina. Og svo leysist hún ekki upp í vatni og auðveldar notkun.

Afhverju er það í Nuud?
Möndluolían tryggir að kremið leysist ekki upp í vatni eða svita auk þess sem hún er góð fyrir þurra og viðkvæma húð.

----

 6. Steinefna leir

Hvað er það?
Stearalkóníum bentónít er blanda af stearalkíníum hectorite og bentónít leir. Stearalkonium hectorite er steinefni sem fannst nálægt Ameriska bænum Hector. Bentonít leir myndast þegar eldfjallaaska kemst í snertingu við vatn. Ýmis mismunandi efni má finna í leir. Þar sem þetta tiltekna steinefni er að finna í leirnum, þá köllum við það eftir aðalefni þess; stearalkóníum bentónít.

Hvernig virkar það?
Leirinn auðveldar áburð og eykur þykkni þess.

Afhverju er það í Nuud?
Steralkóníum bentónít gerir það að verkum að auðvelt er að nota kremið á húðina. Það gerir kremið nógu þunnt til að smyrja á húðina og nógu þykkt til að loða við hana.

----

 7. Bindiefni úr grænmetisafurðum

Hvað er það?
Náttúrulegt ýruefni sem fæst úr glýseríni og sterínsýru eingöngu unnið úr grænmetisafurðum.

Hvernig virkar það?
Þetta hráefni tryggir að öll efnin blandist vel saman.

Afhverju er það í Nuud?
Það tryggir góða blöndun allra innihaldsefnanna þannig að úr verður dásamlegt krem sem helst dásamlegt og auðvelt í notkun í hvaða hita sem er.

 ----

8. Laxerolíu þykkni.
Af sömu ástæðu og laxerolían nr. 2

----

9. Lífrænt bindiefni (vegetable mix-enhancer)

Hvað er það?
Própýlenkarbónat er ilmlaust og lyktarlaust lífrænt efnasamband. Í miklu magni getur það valdið ertingu, en í því litla magni sem notað er í snyrtivörum hefur það ekki áhrif.

Hvað gerir það?
Própýlenkarbónat stuðlar að blöndun innihaldsefna.

Af hverju er það í Nuud?
Til að tryggja að öll innihaldsefnin blandist vel saman með þeim árangri að varan sé alltaf eins.

----
10. Karnúba vax

Hvað er það?
Þetta er gulbrúnt vax unnið úr laufum karnúba pálmans

Hver eru áhrifin?
Vaxið þéttir kremið og kemur í veg fyrir að það leysist upp í vatni.

Af hverju er það í Nuud?
Það tryggir að Nuud verði ekki of þunnt og fljótandi, sérstaklega í miklum hita (á sumrin!)
 

Til baka í fréttir