Móðir -jörð-, kona, meyja. Viðburður á vegum Misturs

Mistur umhverfisvænt Viðburður

Sunnudaginn 12. maí, á sjálfan Mæðradaginn, stendur Mistur fyrir viðburði sem fengið hefur yfirskriftina Móðir-jörð-, kona, meyja. Á viðburðinum er ætlunin að flétta saman fyrirlestrum um heilsu og heilbrigði kvenna, ruslminni lífsstíl ásamt hugleiðingum um mikilvægi hreyfingar og jóga í dagsins önn. Í lok fyrirlestranna verður svo boðið uppá djúpslökun. Mistur verður vitanlega á staðnum og gefur gestum færi á að skoða þær umhverfisvænu vörur sem við höfum uppá að bjóða. Jafnframt fá gestir prufu af Bee’s wrap. (á meðan birgðir endast)

Hér má finna viðburðinn á Facebook - og við hvetjum þig til að fylgjast með.

Þeir sem fram koma eru allir eldhugar á sínu sviði og hafa ýmislegt fróðlegt og áhugavert fram að færa. 

 

Eygló Hlín Guðlaugsdóttir, er heilsumarkþjálfi sem á heiðurinn  hugmyndinni að þessum viðburði. Fræðslan hennar ber heitið ,,Þarfir kvenna á tíðahringnum". Í fyrirlestrinum ætlar hún að fjalla um hvaða áhrif lífsstíll okkar hefur á tíðahringinn og frjósemi kvenna. Einnig mun hún fjalla um umhverfsáhrif, hreinlæti og hreinsun (detox). Eygló stofnanið nýverði Facebook hópinn ,,Glóandi gyðjur” þar sem hún setur inn hvetjandi fróðleiksmola um ýmislegt sem við kemur líkamlegu og andlegu heilbrigði og hvetur til umræðna. Svo er líka gaman að fylgjast með Eygló á Instagram

Amanda Da Silva Cortes ætlar að tala um ,,Ruslminni lífsstíl” en hún er mikil áhugamanneskja um umhverfisvernd og minimaliskan lífsstíl ásamt því að vera vegan. Þessa stundina er hún til að mynda í sex mánaða fataföstu sem þýðir með öðrum orðum að hún ætlar ekki að kaupa sér nýja flík í sex mánuði. Og það er svo sannarlega áskorun fyrir suma. Hægt er að fylgjast með Amöndu á blogginu oskubuska.is og eins ma finna hana hér á Instagram 

Regína Kristjánsdóttir er bæði jóga-, kennari og þerapisti ásamt því að vera annar eigandi Yogasmiðjunnar. Fræðslan hennar ber heitið ,,Mundu eftir súrefnisgrímunni” þar sem hún fjallar um hversu mikilvægt það er fyrir mæður að gleyma ekki sjálfum sér og hvernig jóga og hreyfing skipa þar stóran sess. Regina veit hvað hún syngur þegar kemur að þessum málefnum því hún hefur lokið yfir 800 tíma jógakennaranámi auk þess sem hún hefur yfir 20 ára reynslu af líkamsræktarkennslu. Það getur vel farið svo að í lok fræðslu sinnar fá gestir að spreyta sig á örfáum laufléttum jógaæfingum.

Andrea Margeirsdóttir er einnig jógakennari ásamt því að vera með BA í sálfræði og félagsráðgjafi og hinn eigandi Yogasmiðjunnar. Hún ætlar að loka viðburðinum með því að bjóða uppá djúpslökun fyrir gesti.

Ef þig langar að kynnast starfsemi Yogasmiðjunnar frekar og skoða stundaskrá er heimasíðan þeirra yogasmidjan.is og hér má finna hana á Facebook 

Fundarstjóri verður Þórunn Björk Pálmadóttir eigandi Misturs. Hún mun jafnframt standa vaktina og sýna og kynna þær umhverfisvænu vörur sem Mistur býður uppá.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Viðburðurinn hefst kl. 16 og fer fram í húsnæði Yogasmiðjunnar í Spönginni Grafarvogi.

Sjá staðsetningu Yogasmiðjunnar hér:


Eldri færslur Yngri færslur