Áætlað er að um 59 milljarðar (*1) kaffihylkja séu urðuð á hverju ári og að á hverri mínútu séu notuð um 13.500 hylki. (*2) Talið er að aðeins um 30% af þessari notkun skili sér til endurvinnslu. Þetta eru svo hrikalegar tölur á það er eiginlega erfitt að ímynda sér umfangið.
Einnota kaffihylki í kaffivélar hafa í langan tíma verið þyrnir í augum okkar hér í Mistrinu og m.a.s höfum við átt það til að afþakka kaffi sem okkur hefur boðist úr þessum vélum, þrátt fyrir gífurlegan kaffiþorsta, eingöngu vegna þessara einnota hylkja. En sumt er komið til að vera og þá er bara að finna umhverfisvænni lausnir til nota þær græjur sem til eru.
Það er okkur því sönn ánægja að kynna nú til sögunar margnota kaffihylki samhæfð fyrir Nespresso og Dolce Gusto kaffivélar. Með góðri umhirðu ættirðu að getað notað þessi hylki svo lengi sem þú drekkur kaffi.
WayCap kaffihylki sem passa í Dolce Gusto vélar
Kaffihylkin sem eru samhæfð fyrir Dolce Gusto vélarnar koma tvö saman í pakka ásamt stuðningshring, þjöppu og tveimur gerðum af sigtum. Hylkin eru með silikon loki sem auðvelt er að taka af til að fylla á hylkið.
Þú tekur einfaldlega silikonlokið varlega af hylkinu og tyllir hylkinu á stuðningshringinn, en hann er einmitt til að gera hylkin stöðugri á meðan kaffið er sett í. Í pakkanum eru jafnframt tvö misgróf sigti sem þú prófar þig áfram með þangað til þú finnur hvort hentar þér best. Þessi sigti fara í botnin á hylkinu áður en kaffið fer í. Síðan þjappar þú varlega og lokar, setur í kaffikönnuna og innan stundar freistar þín ilmandi kaffilykt.
Þar sem hylkin eru úr stáli er ráðlagt að gefa þeim smá stund til að kólna áður en þau eru tæmd.
____________________________________________________
Við eru að reyna að breyta heiminum, en vitum að maður byrjar á sjálfum sér. Ef þú ert ekki nú þegar á póstlistanum okkar en ert til í slaginn með okkur þá er minnsta mál að skrá sig og fá reglulega frá okkur fréttir, fróðleik og upplýsingar um nýjar vörur.