Nýjar vörur

Undanfarið höfum við bætt verulega í vöruúrvalið hjá okkur bæði með nýjum vörum og nýju útliti á öðrum. Við mælum með að smella á þennan hlekk til að skoða það helsta. 

...en ef þú ert ekki í stuði fyrir það þá vorum við að bæta nýjum munstrum og bollum í bambusferðamálin okkar. Eins erum við yfir okkur ánægð með stálbollana frá Qwetch sem halda bæði heitu og köldu, fengum bæði stál og blóma

Sápuskeljar og blettahreinsir sem svínvirka og sjá má hér. 

Tíðavörur frá Lunapads fyrir umhverfisvænni blæðingar.

Geggjaða uppvöskunarsápu frá No Tox Life sem freyðir mjög vel og virkar ótrúlega vel og við mælum eindregið með að prófa hana líka til að þrífa vaskinn.

Aukahlutir fyrir bambusbollana og aukatappa fyrir Qwetch drykkjarflöskur. 

Ný og falleg munstur í margnota burðarpokum og rennilásapokum frá LOQI.

Til baka í fréttir