Fréttir

Ný vefverslun og aukið vöruúrval

Þessa dagana vinnum við hörðum höndum að því að færa vefverslun okkar í nýtt umhverfi og auka vöruúrvalið umtalsvert. Nýjar vörur hjá okkur eru m.a. burðarpokar frá LOQI, bambusbollar frá Chic mic og síðast en ekki síst endurunnar töskur frá Local Women's í Nepal. Einhverjir hnökrar kunna að verða í versluninni, þessa fyrstu daga okkar og biðjumst við velvirðingar á óþægindum sem af því gætu skapast. 

Lesa meira →


UMBÚÐIRNAR OKKAR

Eitt af aðalmarkmiðum okkar hjá Mistur er að draga úr sóun og nýta það sem til fellur og hvetja aðra í okkar nærumhverfi til að gera slíkt hið sama. Allar þær vörur sem við bjóðum eru því sérstaklega valdar inn og boðnar áfram með þessa sýn að leiðarljósi og hjálpa þannig öðrum að draga úr sóun. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að þær umbúðir sem við notum til að koma vörunum okkar á leiðarendar eru einnig í takt við þessa hugmyndir okkar. Viðskiptavinir okkar eru því oftar en ekki að fá pantanir sínar sendar heim í...

Lesa meira →


FRÁBÆRT VIÐBRÖGÐ Í BAMBURSTALEIKNUM OKKAR

Það verður að segjast alveg eins og er að við erum himinlifandi með þátttökuna í bambursta Facebookleiknum okkar sem er nýlokið. Hann fór einfaldlega þannig fram að það eina sem þátttakendur þurftu að gera var að segja hversu marga tannbursta þeir myndu þurfa ef þeirra nafn yrði dregið úr pottinum. Þátttakendur nefndu allt frá einum bursta að 70 stk. og sú sem bar sigur úr bítum heitir Elísabet Heiður Jóhannesdóttir og við bíðum nú bara eftir að heyra frá henni og þá munum við senda henni þá fjóra bursta sem hún nefndi. Hugsið ykkur alla þá plasttannbursta sem við notum...

Lesa meira →


TANNBURSTI ÚR BAMBUS = BAMBURSTI

Það er satt að segja merkilegt að svo smár og algengur hlutur sem tannburstinn er hafi eins mikil umhverfisleg áhrif og raun ber vitni. Skv. heimasíðu Brush with Bamboo eru árlega framleiddir 4,7 billjón tannburstar úr plasti. Þar af nota Bandaríkin um eina billjón tannbursta sem samsvarar um 25 milljónum tonna af plasti sem fer í ruslið og taka pláss sem landfyllingarefni.* Það er okkur hjá Mistur því sönn ánægja að kynna til leiks tannbursta sem framleiddir eru úr bambus. Við ákváðum að kalla hann bambursta til að aðgreina hann frá hinum hefðbundna plast tannbursta. Handfangið á bamburstanum er úr...

Lesa meira →


STALDRAÐ VIÐ Á TÍMAMÓTUM - LOOKING BACK... AND FORWARD

(English below) Það má með sanni segja að áramótin séu varða þar sem margri staldra við, líta yfir farinn veg og skipuleggja það sem framundan er. Það er vissulega líka þannig hér á bæ. Það ár sem nú er að renna sitt skeið var mjög viðburðaríkt og markaði tímamót í starfsemi okkar. Bækurnar okkar og myndirnar hafa um langt skeið lagt grunninn að starfseminni og þannig gert okkur kleift að auka við vöruúrvalið með því að flytja inn þó nokkuð margar vörutegundir sem hjálpa til við að draga úr sóun. Auk þess fór alvöru vefverslun okkar í loftið á árinu...

Lesa meira →