Jólaopnun Misturs 30. nóvember

Fyrirspurnum varðandi það hvort við séum með opna verslun eða munum ,,poppa upp" einhver staðar fyrir jólin fjölgar sífellt. Svar okkar við þeim spurningum er; JÁ! Á laugardaginn kemur gefst okkar frábæru viðskiptavinum tækifæri til að kíkja til okkar í heimsókn og skoða þær umhverfisvænu vörur sem við bjóðum uppá. 

Alla jafna erum við ekki með uppsetta búð, en nú bregður svo við að við erum búin að tjalda því sem til er og dunda og dúllast með vörurnar okkar, m.ö.o fórum í smá búðarleik. Það er reyndar ágætis tilbreyting frá því að vera í Tetris sem við annars stundum daglega, eins og kannski má sjá á þessari mynd.

Við bjóðum þig velkomna/velkominn í litla afdrepið okkar, sem við gjarnan köllum höfuðstöðvar á laugardaginn kemur á milli kl. 11-16. Við erum í Fannafold 6 í Grafarvogi. 

Þú getur einning fundið viðburðinn hér á FB.


Eldri færslur Yngri færslur