Nú um helgina höfum við notið þess að hafa frumkvöðulinn Söru Lindahl og mömmu hennar í heimsókn hér á Íslandi. Sara er stofnandi og eigandi Naturlig Deo vinsæla svitakreminu sem við höfum flutt inn og dreift til fjölda verslana sl. 18 mán.
Nú nýverið hlaut Sara eftirsótta viðurkenningu fyrir Naturlig Deo svitakremið með grapefruit ilminum, en það var valið besti lífræni svitalyktaeyðirinn 2019.
Við vorum svo heppin að fá að verja nokkrum tíma með þeim mæðgum og vitanlega sýndum við þeim brotabrot af okkar fallega landi. Fyrir valinu urðu Landmannalaugar sem við brunuðum í á föstudaginn var með nokkrum stoppum vitanlega. Við látum hér nokkrar myndir tala, en þeim þótti afskaplega mikið til landsins okkar koma.
Á sunnudaginn litum við svo við á nokkrum útsölustöðum og fengum að smella mynd af starfsfólki verslana með Söru.
Já, það er ekki leiðinlegt að sjá vöruna sína í gluggaútstillingu eins og þeirri sem sjá má á Laugaveginum.
Sara og Hrefna í Heilsuhúsinu á Selfossi þar sem Naturlig Deo fæst.
Sara og stelpurnar í Heilsuhúsinu á Laugarvegi
og svo kíktum við í Heilsuhúsið í Kringlunni
Mistur er enn sem komið er eini dreifingaraðili á Naturlig Deo í öllum heiminum og það finnst okkur nú skemmtilegt. Við erum hæst ánægð með heimsókn Svíana og hlökkum til að sjá þær mæðgur aftur.