Við tökum á móti jólunum með gleði og frið í hjarta og vonum að það eigi einnig við hjá þér.
Í ár eru jólaglaðningar frá okkur í formi samfélagslegra verkefna og það verður að segjast að það gladdi okkur nú á aðventunni að fá tækifæri til að styðja við þarft verkefni hér innanlands sem við gerðum með glöðu geði og þakklæti fyrir að vera beðin. Myndin hér á jólakortinu er af pökkunum sem við útbjuggum af því tilefni.
Eins munum við nú um áramótin láta 1% af allri sölu þetta árið renna til Landverndar til að styðja við það mikilvæga starf að vernda íslenska náttúru sem okkur finnst vera einstök og algjörlega ómetanleg.
Okkur langar að þakka þér innilega fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða og hlökkum til áframhaldandi samstarfs.
Vonum að þú hafir það ávallt sem allra best.
Jólaknús
Þórunn