Náttúrulegar, umhverfisvænar og vegan snyrtivörur frá Lamazuna

Eyrnapinnar hársápa vegan

Við kynnum með stolti nýtt vörumerki hér hjá okkur í Mistur en það ber heitið Lamazuna og er franskt.

Lamazuna býður upp á vandaðar, vegan, rusl fríar vörur framleiddar í Frakklandi þar sem notuð eru náttúruleg hráefni úr lífrænum búskap. Slagorðin ,,Slow cosmetics" bera vott um framleiðsluferli varnanna hvort sem við á um náttúrulega samsetningu þeirra eða aðra umhverfisþætti. 

Til að byrja með tókum við í Mistur inn hársápur, tannkrem - bæði fyrir börn og fullorðna og svo rúsínuna í pylsuendanum en það eru margnota Oriculi eyrnapinnarnir eða sköfurnar.

Í hársápunum má finna tegundir ýmist með eða án ilmkjarnaolíum og fyrir mismunandi hárgerðir; venjulegt, þurrt eða feitt hár. 

Það er óhætt að segja að tannkremið frá þeim komi örlítið spánskt fyrir sjónir, eða alla vega ekki eins og það sem við eigum að venjast. Það lítur eiginlega út eins og frostpinni! Það er í föstu formi með ,,frostpinnaspýtu" í hörðu tannkreminu. Það er samt einfalt í notkun þar sem þú bleytir burstann aðeins og nuddar honum svo upp við tannkremið til að ná þér í kremið. Þrjár bragðtegundir eru í boði; sítróna og salvía, piparminta og kanil, en kanil tannkremið hentar börnum.

Oriculi eyrnapinninn er svo sú vara sem kemur hvað mest á óvart. Hér er um að ræða margnota græju sem leysir bómullar eyrnapinnana af hólmi þegar kemur að þrifum í eyrum. Þetta er 10 cm. langur bambuspinni með lítilli sköfu/skál á endanum sem er ætlað það verkefni að skafa eyrnamerginn úr eyrunum. Pinnarnir eru allir með litaðri trékúlu á endanum þannig að hver fjölskyldumeðlimur ætti að geta átt sinn pinna í laaaaangan tíma. Þ.e.a.s ef fjöslkyldan samanstendur af fimm eða færri einstaklingum, litirnir á kúlunum til aðgreiningar eru sem sagt fimm. 

Einnig fengum við glerkrukku með götuðu álloki sem ætlað er til að geyma hársápuna eða tannkremið í.

Til að skoða vörurnar nánar geturðu smellt hér.

Við erum afar spennt fyrir þessum vörum og vonum að ykkur eigi eftir að líka vel. 


Eldri færslur Yngri færslur