Solwang Design - nýtt vörumerki

Solwang Design er danskt og dásamlegt vörumerki sem framleiðir vefnaðarvörur fyrir heimilið úr lífrænni öko tex vottaðri bómull. Vörulínan fyrir eldhúsið samanstendur af viskastykkjum, prjónuðum borðtuskum, eldhúshandklæðum og pottaleppum úr bómull ásamt dúkum, löberum og munnþurrkum úr hör. Baðherbergislínan samanstendur af prjónuðum þvottapokum og nettum gestahandklæðum.Solwang Design, prjónaðar borðtuskur

Litaflóran hjá þeim er ótrúlega fjölbreytt og skemmtileg og krydda má upp á tilveruna með mismunandi litum borðtuskum bara eftir því hvaða árstíð er. Smátt og smátt munum við bæta litum við en sem komið er geturðu fengið um 15 mismunandi litasamsetningar hjá okkur á borðtuskum.

Solwang Design - prjónaðar borðtuskur

Grunngildi Solwang Design er ,,gagnkvæm virðing" en þau gildi spanna allan ferilinn í því sem gert er. Virðing fyrir fólkinu á öllum stigum framleiðslunnar, virðingu fyrir umhverfinu og ekki síst virðingu fyrir viðskiptavinum stórum og smáum.

Prjónaðar borðtuskur

Solwang Design er byggt upp af gamalli fjölskylduhefð, eins og svo mörg önnur, en það var amma eigandans sem nýtti allan afgangs textíl til fulls með því að útbúa og prjóna borðtuskur sem hún bæði notaði sjálf og gaf fjölskyldumeðlimum. Barnabarnið og eigandi Solwang Design brá svo á það ráð eftir að ömmunnar naut ekki lengur við að taka upp þráðinn og fór sjálf að prjóna borðtuskur og í dag má finna vörurnar hennar mjög víða í Skandinavíu.

Solwang Design prjónaðar borðtuskur

Til baka í fréttir