Mistur 7 ára.

Jahérna, hvern skyldi hafa grunað það fyrir sjö árum að við yrðum á þessum stað. En svona er nú staðan, Mistur er sjö ára núna um þessar mundir, eða þann 16. apríl hóf allavega fyrsti starfsmaðurinn störf og það erum við að miða við núna, þetta árið - það getur vel verið að það breystist síðar.

Í tilefni þessa áfanga langar okkur og ætlum að gefa þeim sem kaupa á síðunni okkar þessa helgi, eitthvað sem flestir nota, jafnvel daglega, stundum oft á dag; nefnilega uppþvottabursta merktum Mistur. Burstarhárin eru úr tambíkó trefjum sem eru náttúrulegar trefjar úr agave og yucca plöntunum aðallega. Hægt er að skipta um haus þegar burstahárin eru orðin lélegt eins og gerist á öllum uppþvottaburstum og skaptið er úr tré. Ekkert plast er að finna í þessum bursta og því nokkuð ljóst að engin plastmengun verður af þessari græju....og það líkar okkur vel.

Okkur langar því að gefa aðeins til baka, takk fyrir ykkur því án ykkar værum við ekki orðin sjö ára.

Til baka í fréttir