Fréttir

Margnota frá Marley's Monsters

Margnota frá Marley's Monsters

Marley's Monster er fjölskyldufyrirtæki í Eugene Oregon í Bandaríkjunum og var stofnað af Söru Dooley árið 2014. Frá upphafi hefur markmiðið verið að framleiða margnota umhverfisvænar vörur fyrir heimilið og börn, með það að leiðarljósi að umhverfisvænn lífsstíll eigi að vera skemmtilegur og undirstrika þinn stíl.  Marley's Monsters eru með vottun frá BRING Loksins er Marley's Monster fáanlegt hér hjá okkur og við byrjum smátt, eins og við gerum gjarnan og nú er hægt að fá hjá okkur sex tegundir af ,,ekki pappírsþurrkum" og hversdagsklútum til að nota við matarborðið, þurrka af nebbum, þurrka upp bleytu og bara í allt það...

Lesa meira →


Pottjárnshreinsir frá Lovett Sundries

Pottjárnshreinsir frá Lovett Sundries

Eitt það umhverfisvænasta sem hægt er að gera er að hugsa vel um þá hluti sem við eigum nú þegar. Með því móti duga þeir lengur sem er svo frábært með tilliti til umhverfisins, buddunar og fleiri þátta. Pottjárnshreinsirinn frá Lovett Sundries er hugsaður til þess að lengja líftíma áhalda úr pottjárni og innihaldsefni hans eru; Sjávarsalt, kókosolía, hörfræolía og laxerolía.  Til að sannreyna ágæti pottjárnshreinsisins kíktum við í Góða hirðinn og fundum þar pönnu úr pottjárni sem séð hafði sinn fífil feguri og gat alveg þegið smá ást og umhyggju. Þessi fékk að koma með heim og síðan tókum...

Lesa meira →


Umsagnir um nuud.

Umsagnir um nuud.

Nú er nýlokið hjá okkur leik bæði á Instagram og Facebook þar sem einhver lukkulegur var dregin úr pottinum, en sá lukkulegi hlaut stóran pakka af nuud og vinur lítinn. Til að gefa vininum möguleika á stóra pakkanum gátu þátttakendur, ef þeir voru í stuði, sagt okkur af hverju þeir fíluðu nuud og það stóð ekki á svörum. Þið sem gáfuð ykkur tíma til að skrifa umsagnir færum við okkar bestu þakkir. Nuud er notað á staði sem okkur hafði ekki einu sinni dottið í hug að prófa það á.  Hér á eftir fara þær umsagnir sem komu fram. Af...

Lesa meira →


20 atriði sem sem gera ferðalagið umhverfisvænna.

20 atriði sem sem gera ferðalagið umhverfisvænna.

Í fyrra tókum við saman lista yfir nokkra hluti sem orðnir eru sjálfsagðir á ferðalögum okkar bæði innan lands og utan, þó svo að útlönd séu orðin eins og fjarlæg minnig. Þessi færsla var ein mest lesna færslan hér hjá okkur og greinilegt að margir eru að spá í þessa hluti sem er vel. Því kemur hún hér aftur í endurbættri útgáfu. Fyrir matvæli Qwetch drykkjarflaska sem heldur bæði heitu og köldu. Frábær í bílinn og gönguferðina. Hægt að fylla á á næstu bensínstöð og spara um leið kaupin á vatni eða gosi í plastflösku. Hollt, umhverfisvænt og sparar pening til lengri...

Lesa meira →


Mistur er flutt að heiman

Mistur er flutt að heiman

Það kom að því að yngsta barnið flytti að heiman og bara ný orðið sjö ára. Mistrið okkar var einfaldlega búið að fylla upp í öll skúmaskot og staðan var hreinskilningslega sagt, orðin sú að við vorum hætt að finna vörurnar okkar, þurftum að draga inn magann (sem er samt ekki endilega slæmt) þegar við vorum að taka saman pantanir og sýnar allskonar aðrar hundakúnstir til að klára verkefni í því rými sem við höfðum. Eða eins og einn góður sagði þegar hann frétti af flutningunum; ..Geggjað, enda var orðið sjúklega þröngt hjá þér". En mikið er okkur samt búið...

Lesa meira →