Vegan vörur sem henta öllum

Vegan lífstíll verður æ vinsælli og það er ekki aðeins vegan matvörur sem þeir sem aðhyllast vegan lífsstíl sækjast í. Fatnaður og skór, húsbúnaður og snyrtivörur innihalda oft á tíðum dýraafurðir sem er nákvæmlega það sem veganistar forðast.

Það er okkur kappsmál að koma til móts við og þjóna sem breiðustum hópi viðskiptavina sem á einn eða annan hátt stuðla að umhverfisvernd með lífsstíl sínum. Við höfum því tekið hér saman nokkur af þeim vörumerkjum sem merkt eru sérstaklega vegan eða bjóða upp á vörur sem henta fyrir vegan. Að því sögðu þá henta þessar vörur öllum, hvort sem um ræðir vegan eða ekki vegan.

Fyrst ætlum við að minnast á margnota matvælaklútana frá Bee's Wrap þó svo að býflugur komi við sögu í vörumerkinu. Samhliða hefðbundum bývaxklútum býður Bee's wrap nefnilega líka upp á matvælaklúta sem eru án býflugnavax og henta því sérstaklega vel fyrir vegan. Í staðin fyrir býflugnavaxið er notað candelilla vax. Candelilla er planta sem kennd er við kerti (candle) bæði vegna lögun plöntunnar og eins vegna þess að talið er að hún hafi verið notuð sem ljósgjafi líkt og kerti. 

Vegan matvælaklútarnir frá Bee's wrap fást í þremur útfærslum hjá okkur og allar með sama einstaklega fallega munstrinu. 

Samlokuörk með tölu og bandi, 3 misstórar í pakka og xl brauðörk.

(ath. að með því að smella á myndirnar geturðu skoðað vörurnar betur)

EcoLiving

Er algjörlega plastlaust og vegan vörumerki sem býður uppá breiða línu af heimilisvörum og vörum til persónulegra nota. Það yrði einfaldlega of langt mál að telja allt upp sem þau bjóða uppá og því látum við duga að nefna hér sápur og hársápur, vítamín og omega 3 töflur.... 

....tannkremstöflur með þremur mismunandi bragðtegundum bæði með og án flúors, í litlum handhægum málmdósum og sem áfyllingu í poka. 

  Við hvetjum áhugasama til að kynna sér EcoLiving vörurnar enn frekar enda má orðið finna þær í fjölmörgum verslunum.

Friendly sápur

Friendly línan okkar telur fleiri, fleiri vörunúmer; handsápur, andlitssápur, raksápur, hársápur og næringu ásamt aukahlutum og má þar nefna sápubox, sápurekka til að hvíla sápur á á milli þess sem þær eru notaðar, konjakssvamp, sápupoka og gjafaöskjur. Til 15. janúar fylgir einmitt handsápa öllu pöntunum sem berast í vefverslun okkar.

 

Naturlig deo

Sænska svitakremið frá Naturlig deo hefur heldur betur slegið í gegn og fæst með þremur mismunandi ilmum; grape, lavender og kókos og jafnframt ilmlaust. Til í lítilli 15 ml. krukku sem hentar til prufu eða/og ferðalaga. 60 ml. og 200 ml. fjölskyldu krukku sem verður sífellt vinsælli.

Patch

Bambusplásturinn magnaði er til í nokkru útfærslum og stærðum. Í grisjunum á þremur tegundunum eru græðandi efni eins og kókosolía, aloe vera og virkjuð kol og auk þess ein hefðbundin tegund. Þessir hentar sérstaklega þeim sem eru með viðkæma húð en fjórði hver einstaklingur sýnir einhverskonar ofnæmisviðbrögð við hefðbundnum plástrum. 

NEAT

Hreingerningar lína sem nýverið bættist í vöruúrval okkar og við ætlum að fjalla betur um hana betur síðar. Í stuttu máli þá er hér um að ræða línu sem inniheldur baðherbergishreinsi, fyrir spegla og gler og þrjár tegundir af alhliða hreingerningarhreinsi. Hægt er að fá svokallaðan byrjenda pakka sem inniheldur margnota álbrúsa með silikon botni sem gerir hann stöðuga og sterklegum úðastút og hreingerningaþykkni sem blanda skal út í 470 ml. af vatni. Þrjár tegundirnar eru 99,9 % bakteríudrepandi. Svo er einnig hægt að fá áfyllinguna sér og nota þá bara brúsa sem maður á til heima. Einnig til lyktarlaust en annars ilma þessir dásamlega eða eins og ein orðaði það:

,, Mjög fínt hreinsiefni, virkar vel og það besta er hvað það er ótrúlega góð lykt af þessu! Ég er miklu duglegri að þrífa því lyktin er svo góð!

Nuud 

Svitakremið frá Nuud er vegan og er bara einfaldlega ótrúlegt og við mælum með að smella hér til að lesa það sem sagt er um það.  Nuud er fáanlegt hjá okkur í tveimur útfærslum; sem startpakki með 15 ml. í túpu og smartpakki þar sem pakkinn inniheldur 2 x 20 ml. Kremið er ótrúlega drjúgt og hver túpa dugar leeeeengi. Nýjasta viðbótin hjá okkur í Nuud er síðan tappi sem skrúfa má framan á túpuna til að bera kremið á sig.

No Tox Life

Vegan uppþvottakubburinn frá No Tox Life er sennilega sá besti sem við höfum prófað að öllum öðrum ólöstuðum. 215 gr. kubbur sem dugar svo mánuðum skiptir við eldhúsvaskinn.

 

Aðrar vörur

Hjá okkur er einnig að finna mikið úrval af trévörum og burstum sem henta vegan. Vörum úr stáli og vefnaðarvörum og og og

Líklega hefði verið styttra mál að telja upp þær vörur sem ekki henta vegan lífsstíl hérna hjá okkur en við ákváðum að gera þetta svona núna. Glöggir lesendur átta sig eflaust á því að allar vörurnar eru í endurnýtanlegum eða endurvinnanlegum umbúðum.  


Eldri færslur Yngri færslur