Umsagnir um nuud.

Nú er nýlokið hjá okkur leik bæði á Instagram og Facebook þar sem einhver lukkulegur var dregin úr pottinum, en sá lukkulegi hlaut stóran pakka af nuud og vinur lítinn. Til að gefa vininum möguleika á stóra pakkanum gátu þátttakendur, ef þeir voru í stuði, sagt okkur af hverju þeir fíluðu nuud og það stóð ekki á svörum. Þið sem gáfuð ykkur tíma til að skrifa umsagnir færum við okkar bestu þakkir. Nuud er notað á staði sem okkur hafði ekki einu sinni dottið í hug að prófa það á. 

Hér á eftir fara þær umsagnir sem komu fram.

 • Af því að þetta er einfalt og ég þarf ekki að muna eftir því á hverjum degi 😊 Svo hefur þetta ekkert blettað fötin mín!
 • Ég fíla nuud þvi að ég þarf ekki að bera á mig á hverjum degi ooog ég get notað á fleiri staði en undir hendurnar. Sem er kostur fyrir brjóstgóða einstaklinga. 😆
 • Ég elska allt sem er gott fyrir bæði mig og náttúruna
 • ég hef notað nuud í tæp 2 ár og er mjög ánægð! Ánægð að sé komið til landsins 😉
 • Besti svitalyktareyđirinn
 • Nuud hefur bjargað mér! Var alltaf með vesen að svitna og vera með mikla lykt en eftir að ég byrjaði að nota nuud þá svitna ég minna og ef ég svitna þá er engin lykt❤️ elska þessa vöru!💕
 • Nuud er einfaldlega besti svitaleyktaeyđir sem ég hef prófađ
 • Elska nuud ❤️ er einmitt að klára seinni túpuna af tveimur, sem hafa sennilega dugað mér í meira en ár, ótrúlega góður svitalyktareyðir 👍 það besta sem ég hef kynnst 👌mæli 100% með
 • lyktarlaus og endist alveg ótrúlega vel. Æðislegt að þurfa ekki að setja á sig á hverjum degi
 • ég elska nuud svitalyktareyðinn því hann er lyktarlaus, góður fyrir konur (og karla) sem nenna ekki að bera á sig á hverjum degi ooog umbúðirnar eru umhverfisvænar! Ég er kolfallinn fyrir þessu svitakremi 🥰
 • Elska einfaldlega nuud ❤️ Besti svitalyktareyðir sem fyrir finnst👍 Mæli 100%með honum
 • Það besta sem ég hef kynnst, elska einfaldlega nuud 👌 mæli 100% með honum👍
 • Hælarnir aldrei betri 
 • Ég elska Nuud því að það er eini svitalyktareyðirinn sem virkra fyrir þessa fjölskyldu.
 • Ég fíla Nuud af því að það er gott fyrir umhverfið, sjálfa mig og dýrin #vegan 🥰
 • Elska nuud! Eina sem hefur virkað hjá mér sem svitalyktareyðir! 👌🤩
  Mæli 100% með!! 👌
 • Besta hælakremið🥰 
 • Elska nuud
 • Elska einfaldlega nuud ❤️ svo geggjaður svitalyktareyðir 👍 Hef ekki kynnst neinu sem virkar eins vel og nuud👌
 • Þetta er það besta🥰 
 • Elska einfaldlega nuud. Eina sem virkar og mæli 100% með honum 👍 geggjuð vara sem endist og endist, ein lítil doppa í sitthvorn handarkrikan og dugar í nokkra daga, þvæst ekki einu sinni af👌Elska nuud❤️
 • Nuud er besti svitalyktareyðir sem ég hef fundið. Mun aldrei nota annan 👌 gefa svitakirtlunum eins og 3 vikur að venjast og þú munt ekki vilja neitt annað 😄🙌
 • Elska nuud þetta er í fyrsta sinn sem ég nota svitalyktareyðir sem ég svitna ekki af og það kemur engin svitalykt ef ég svitna! Breyti lífi mínu🙏🏼❤️
 • Mér finnst bara svo gaman að segja “nuud” 🙃🙃🙃
 • Þetta er bara án efa besti svitalyktareyđirinn! Mæli svo međ 😍 
 • Gott til að bera sjaldan á sig og minnka umbúðir!
 • Eeeelska nuud 🙌
 • sá langbesti sem ég hef prófað❤️🔥
 • virkar svo vel og þægilegt að þurfa ekki að nota á hverjum degi. 🙂

Þar sem svo margir sýndu áhuga á að prófa nuud höfum við ákveðið að lækka verðið á báðum tegundunum um helgina og til miðnættis á sunndag.

Litli pakkinn - startpakkinn - sem inniheldur eina túpu með 15 ml. er á 1890 kr.

Stóri pakkinn - smartpakkinn - sem inniheldur tvær 20 ml. túpur er á 3450 kr.


Eldri færslur Yngri færslur