Þakklætisvottur

Við sendum okkar bestu óskir um farsæld, gleði og gott gengi á þessu ári sem nú er gengið í garð.  Sem smá þakklætisvott fyrir samfylgdina og viðskiptin á undanförnum árum ætlum við að láta handsápu frá Friendly fylgja með öllum pöntunum sem berast í vefverslun dagana 1.-15. janúar. Það mætti kannski kalla það þakklætisÞvott?

 

Friendly handsápurnar eru níu talsins og þú færð eina af handahófi. Þær eru allar án pálmaolíu, SLS og parabena, handgerðar í Bretlandi, ekki prófaðar á dýrum og svo eru þær vegan eins og svo fjölmargar aðrar vörur hjá okkur. En meira um það fljótlega því veganúar er jú hafin....ertu ekki örugglega á póstlistanum okkar?


Eldri færslur Yngri færslur